VINNINGSLJÓÐ RAGNHEIÐAR HÖRPU
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni HINSEGIN DAGA sem lauk nú um helgina. Þrenn verðlaun voru veitt í ljóðasamkeppninni og ljóð Ragnheiðar Hörpu, RÍKI MITT, var í fyrsta sæti; í öðru sæti var ljóðið ÞJÓÐSAGA eftir Sölva Halldórsson og í þriðja sæti ljóðið FJÖLNEFNI eftir Sebastian Oddný Arnarson.
Dómnefnd skipuðu þau Viðar Eggertsson leikstjóri, sem jafnframt var formaður nefndarinnar, Harpa Rún Kristjánsdóttir skáld og Anton Helgi Jónsson skáld. Í umsögn dómnefndarinnar um ljóð Ragnheiðar Hörpu segir:
Leikur og gleði einkenna ljóðið Ríki mitt en um leið er ljóðið margrætt og kallar á fleiri túlkanir. Drottningar hræra í súpu þar sem kryddin eru ekki spöruð og það stefnir í mikla veislu. Einhver sorg er þó til staðar og ef til vill má túlka þær sem hræra í pottunum sem fjalladrottningar og þannig verður ljóðið ekki bara vitnisburður um alkynja drottningar á gleðidegi heldur vísar það líka til landsins sem sendir glóandi ógn niður hlíðarnar. Um leið er minnt á ólgandi súpuna sem kraumar inni í okkur öllum.
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir er fædd árið 1988 en hún hefur sent frá sér nokkrar bækur, leikverk, ljóð og sögur. Þá er hún hluti af skáldakollektívinu skemmtilega Svikaskáldum.
Hér má lesa vinningsljóð Ragnheiðar Hörpu (með leyfi höfundar):
RÍKI MITTHér eru engir kóngar aðeinsalkynja drottningarþær hræra í súpunni til skiptissleifin ferðast um þykkan, sætan vökvannlyktin er af chili, rósmarín og öskualdrei nokkurn tímann má gleyma hvítlauknumsyngja þær og láta hárkolluna ganga á millialdrei nokkurn tímann má gleyma gleðinnivita þær án þess segja þaðþær safna tárum í heiðgula eggjabikaraog salta velþegar nóttin er björtustblása drottningarnar í gyllta trompetaog hella úr pottinumsúpan rennur niður fjallshlíðinabrennheit og ólgandihvítlaukslyktin yfirgnæfir allar sorgir