SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir21. ágúst 2024

KYNNGIMÖGNUÐ VERK LEIKLESIN

Nú gefst fágætt tækifæri til að hlýða á kynngimögnuð leikverk Kristínar Ómarsdóttur, leiklesin á sviði. Viðburðurinn er í Salnum, Kópavogi, kl 18.30 nk föstudag, 23. ágúst. 
 
Kristín Ómarsdóttir er margverðlaunað ljóðskáld og rithöfundur og einn af frumkvöðlum íslenskra hinsegin bókmennta.  Árið 1985 vann hún leikritasamkeppni Þjóðleikhússins og í kjölfarið var fyrsta leikrit hennar, Draumar á hvolfi, sett upp. Fyrsta skáldsaga hennar, Svartir brúðarkjólar, kom út árið 1992 en hún hefur síðan sent frá sér fjölda skáldsagna og nokkur smásagnasöfn ásamt átta ljóðabókum sem komu út í heildarsafni hjá Partusi bókaforlagi árið 2020. Árið 2005 hlaut hún Grímuverðlaunin sem leikskáld ársins fyrir leikritið Segðu mér allt. 
 
Hún hefur fjórum sinnum verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og tvisvar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hún hlaut Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna og kvára í flokki fagurbókmennta árið 2024 fyrir nýjustu skáldsögu sína Móðurást, Oddný, segir m.a. í texta viðburðarins á facebook. 
 
Í skáldatalinu (sjá hér f neðan) má sjá langan og glæsilegan höfundarferil Kristínar.
 
Leikarar: Aðalbjörg Árnadóttir, Arna Magnea Danks og Fannar Arnarsson.

 

 

Tengt efni