Steinunn Inga Óttarsdóttir∙12. október 2024
KALLFÆRI - Ný ljóðabók eftir Guðrúnu Hannesdóttur
Út er komin hjá Dimmu ný ljóðabók eftir Guðrúnu Hannesdóttur. Bókin heitir Kallfæri. Þar yrkir Guðrún af sinni kunnu orðsnilld og djúpu visku, dregur upp margræðar myndir og fjallar um tilvistina í skörpu ljósi.
Fyrsta ljóðabók Guðrúnar kom út 2007 en frá 1994 hafði hún skrifað fyrir börn. Auk þess hefur hún m.a. þýtt Dyrnar eftir Mögdu Sazbó. Ljóðabækur hennar eru orðnar tíu talsins og hún hefur hlotið bæði ljóðstaf Jóns úr Vör og þýðingarverðlaun fyrir verk sín. Guðrún varð áttræð 18. júní sl.
Í viðtali við Steinunni Ingu Óttarsdóttur frá 2020, segir Guðrún frá ýmsu merkilegu, s.s. yfirþyrmingum, orðasöfnun og munaðarlausum ljóðabókum. Hér má einnig lesa umfjallanir um verk Guðrúnar, Slitur úr orðabók fugla (2014) og Þessa heims (2018).