SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir26. október 2024

NÝ SKÁLDSAGA FRÁ KRISTÍNU MARJU

 

Fjögur ár er síðan Kristín María Baldursdóttir sendi frá sér skáldsögu en þurfa aðdáendur hennar ekki að bíða lengur því nýkomin er út ný skáldsaga eftir hana og ber sú titilinn Ég færi þér fjöll.

Kristín Marja kom með glæsibrag inn á svið íslenskra bókmennta þegar skáldsaga hennar Mávahlátur kom út árið 1995. Síðan þá hafa sögur Kristínar Marju af mögnuðum konum sætt gríðarlegum vinsældum hjá íslenskum lesendum, ekki síst tvíleikur hennar um listakonuna Karitas, sem er sterk táknmynd fyrir baráttu íslenskra listakvenna á liðinni öld: Karitas án titils 2004 og Óreiða á striga 2007.

 

 

 

 

Á baksíðu nýju skáldsögunnar segir:

 

Manuel er kominn til Íslands þar sem hann hefur leigt herbergi hjá eldri hjónum. Á sama tíma er Sigyn á leið til Spánar. Ferðalög þeirra virðast í fyrstu ótengd og tilviljunum orpin - eða hvað? Eftir því sem sögunni vindur fram kemur í ljós að ekkert er sem sýnist og fortíðin lifnar við í margvíslegum litbrigðum.

Ég færi þér fjöll er áleitin og sterk skáldsaga um mátt ástarinnar - og magnleysi, um tilviljanir og hvernig stundarákvarðanir draga dilk á eftir sér; og ekki síst að ekkert er jafnflókið og tilfinningalíf manneskjunnar.

 

Nú geta lesendur farið að hlakka til!

 

 

Tengt efni