Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙12. nóvember 2024
KONUR ÞÝÐA - DAGSKRÁ Á MORGUN
Nú flæða bækurnar, hver á fætur annarri, úr prentsmiðjunum og í bókabúðirnar og facebook fyllist af spennandi viðburðum þar sem boðið er upp á útgáfuteiti og upplestra víða um bæ og borg. Þar á meðal verður nýjum bókmenntaþýðingum frá Benedikt bókaútgáfu fagnað en þar koma saman fimm þýðendur og allar konur.
- Brynja Hjálmsdóttir kynnir Skartgripaskrínið mitt eftir Ursulu Andkjær Olsen (þýdd úr dönsku). Þá var Brynja einnig að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu, Friðsemd.
- Þórdís Gísladóttir kynnir tvö verk: Þessir djöfulsins karlar eftir Andrev Walden (þýdd úr sænsku) og Æsku eftir Tove Ditlevsen (þýdd úr dönsku). Um þessar mundir kemur einnig út ljóðabókin Aðlögun eftir Þórdísi.
- Arndís Lóa Magnúsdóttir kynnir nýja þýðingu sína á Litla prinsinum eftir Antoine de Saint-Exupéry (þýdd úr frönsku).
- Sigrún Á. Eiríksdóttir kynnir Þegar við hættum að skilja heiminn eftir Benjamín Labatut (þýdd úr spænsku).
- Steinunn Stefánsdóttir kynnir Rúmmálsreikningur II eftir Solvej Balle (þýdd úr dönsku).
Viðburðurinn verður haldinn í 12 tónum á Skólavörðustíg, miðvikudagskvöldið 13. nóvember kl. 20.