RYÐBRUNNIN - ÖRSAGA eftir Önnu Láru
Anna Lára sendi frá sér ljóðabókina Vonina 2020. Hún hefur hún skrifað örsöguhandrit, sem vonandi kemst á bók sem fyrst.
Anna Lára sendi okkur þessa kímilegu örsögu sem lýsir vanda sem margir sem skrifa hljóta að kannast við, þessi saga er þó ekki úr áðurnefndu örsöguhandriti hennar.
Í kollinum gramsar kerla í leit að orðum. Hún veit í sínum kalkaða heimi að þau voru þar einhvers staðar forðum. En um hugsunina orðin hnjóta. Engu að síður í sínu minni hún reynir að róta. Eins og hvutti í kollinum eltir hún orðin hring eftir hring. En hún nær ekki að fanga þau og bíta í skottið á þeim. Þau sleppa frá henni eins og slímug slanga. Kerla nær ekki orðunum saman að tvinna. Hamslaus hugsun hennar í hrærigraut er eins og ofsoðin hauslaus hæna. Setningarnar á óreiðu minna. Þær verða því einungis húmbúkk og alls enginn ljóðræna. Heimilismenn á hana mæna. Þeir vita að í fyrndinni var hún vel skáldmælt og ljóð hennar djúp og mikil vitræna. En sorglega urðu gersemin í kollinum fársjúk og ryðguð. Hún mundaði vírburstann á orðin en ekki einu sinni hann til verksins dugði.