SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir24. apríl 2025

EKKI MISSA AF HÁTÍÐINNI

Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík stendur sem hæst þessa dagana. Þetta er í 40. sinn sem hún er haldin. Þemað í ár er „Heima og heiman.“ Þemað tengist breyttu landslagi á alþjóðavettvangi sem litar bókmenntaheiminn. Á hátíðina, sem haldin er dagana 23.-27. apríl koma erlendir gestir, sumir þeirra hafa kosið að búa ekki í heimalandi sínu, aðrir hafa flúið að heiman.

„Áður skiptum við alltaf höfundum niður eftir löndum, völdum þá út frá þjóðerni og héldum yfirlit aftur í tímann yfir hvaðan höfundarnir eru. Þegar við skoðum höfunda núna þá tökum við eftir því að margt hefur breyst. Fólk flytur svo mikið á milli landa og það er á reiki hvernig á að flokka fólk eftir þjóðerni,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar í viðtali við Mbl. 10. apríl sl. 

Þá er haldið þýðendaþing að hátíðinni lokinni og veitt heiðursverðlauna þýðenda, Orðstír. Að verðlaununum, sem veitt eru annað hvert ár, standa Íslandsstofa, Miðstöð íslenskra bókmennta, Bandalag þýðendekki a og túlka, embætti forseta Íslands og bókmenntahátíðin. Annar fastur liður á hátíðinni er prógramm fyrir útgefendur sem hefur orðið sífellt vinsælla.  

Dagskráin fer að mestu fram í Norræna húsinu og Iðnó og það er ókeypis inn!

Sem dæmi um áhugaverða viðburði:

Í dag kl 19:30 spjalla í Iðnó þau Andrev Walden (Þessir djöfulsins karlar) og Guðrún Eva Mínervudóttir 
og kl 21:30 spjalla Hervé Le Tellier og Brynja Hjálmsdóttir, einnig í Iðnó.

Dagskrá í Norræna húsinu

Dagskrá í Iðnó

Dagskráin í heild

Meðal hápunkta þetta árið

Sumardagurinn fyrsti: Halldór Guðmundsson ræðir við Eriku Fatland, María Elísabet Bragadóttir ræðir við Andrev Walden og Guðrúnu Evu Mínervudóttur

Föstudagur:  Lilja Sigurðardóttir ræðir við Satu Rämö og Ragnar Jónasson. Halla Oddný Magnúsdóttir ræðir við Claire Keegan Einar Kári Jóhannsson og Fríða Ísberg ræða við Hernan Diaz og Helga Soffía Einarsdóttir ræðir við Abdulrazak Gurnah

Laugardagur: Bókaball í Iðnó

Sunnudagur: Fjarstaddi höfundurinn, tileinkað rithöfundinum Boualem Sansal frá Alsír, sem var gestur hátíðarinnar fyrir tveimur árum en situr nú í fangelsi í heimalandinu vegna stjórnmálaskoðana.

 

Tengt efni