SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 1. maí 2025

FYRSTI MAÍ

Í tilefni dagsins má lesa hér ljóðið Fyrsti maí eftir Lilju Björnsdóttur en það birtist í ljóðabókinni Vökudraumum sem kom út árið 1948. Telja má víst að flest geti tekið undir með Lilju í þessu kraftmikla kvæði:

 

Fyrsti maí
 
Ég vil niður með allt þetta ljóta og lága,
lyfta til sigurs því fagra og háa.
Ég vil niður með allt þetta sjúka og svarta,
en sigurinn gefa því heilnæma og bjarta.
Ég vil láta hlýna og hlána,
hlua að vorsins gróðri sönnum.
Ég vil láta frelsisfána
fylling vona boða mönnum.
Til blessunar lýði og landi skal vinna
leiðir til hamingju reyna að finna.
Niður skal sundrung og sérdrægni falla,
siðgæði ríkja um heimana alla.
Því öllu með bölvun og armæðu lýkur,
ef alþýðan tvístrast og hugsjónir svíkur.
Hún verður að starfa og vitkast og sjá
að viji hún réttlætis kröfunum ná,
sameinuð getur hún sigurinn hlotið,
síðustu tálmunar hlekkina brotið.

 

Tengt efni