HÁLF ÖLD FRÁ ANDLÁTI GUÐRÚNAR FRÁ LUNDI
Guðrún Árnadóttir frá Lundi fæddist 3. júní 1887 og lést 22. ágúst 1975. Í dag er því liðin hálf öld frá andláti þessa merka rithöfundar.
Af þessu tilefni höfum við uppfært færslu um Guðrúnu í Skáldatalinu og bendum á að ýmislegt fróðlegt má finna á vefnum okkar um skáldkonuna og verk hennar (sjá tengla hér að neðan).
Í Morgunblaðinu í dag er greint sagt frá því að væntanleg sé ævisaga Guðrúnar sem skrifuð er af Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur. Sú síðarnefnda er langömmubarn Guðrúnar og hefur sinnt verkum langömmu sinnar með ýmsum hætti. MA-ritgerð hennar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands 2017 fjallaði um Guðrúnu og ber titilinn: Kona á skjön: ævi og störf Guðrúnar frá Lundi. Tvær miðlunarleiðir sýning og eftirmáli. Ritgerðin er aðgengileg á Skemmunni.
Ævisagan kemur út á næsta ári hjá bókaútgáfunni Tindi og verður fagnaðarefni að fá loksins ævisögu þessa höfundar sem naut fádæma vinsælda hjá íslenskum lesendum á síðari hluta tuttugustu aldar.