SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 9. september 2025

FRUMSÝNING Á ELDUNUM

Íslenska stórmyndin Eldarnir verður frumsýnd í Sambíóunum fimmtudaginn 11. september. Myndin er byggð á skáldsögunni Eldarnir - Ástin og aðrar hamfarir eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur sem kom út 2020 og hlaut lofsamlega dóma.
 
Anna Arnardóttir, einn helsti eldfjallafræðingur Íslands, stendur frammi fyrir tvöfaldri ógn: yfirvofandi eldgosi sem ógnar öryggi höfuðborgarinnar og persónulegri krísu sem gæti lagt hjónaband hennar í rúst. Eldarnir er spennandi blanda af náttúruhamförum, mannlegum átökum og ástríðufullri sögufléttu.
 
Ugla Hauksdóttir sá um leikstjórn auk þess sem hún skrifaði handritið ásamt Sigríði og Markusi Englmair.
 
Í aðalhlutverkum eru Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Pilou Asbæk, Jóhann G. Jóhannsson, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson, Jörundur Ragnarsson, Þór H. Tulinius og Arndís Hrönn Egilsdóttir.
 

 

Tengt efni