SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Guðrún Helgadóttir

Guðrún Helgadóttir fæddist í Hafnarfirði þann 7. september 1935 og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi.

Guðrún starfaði sem ritari við Menntaskólann í Reykjavík frá 1957-1967 og sem deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1973-1980. Hún var fulltrúi Alþýðubandalagsins í Borgarstjórn Reykjavíkur frá 1978-1982 og alþingismaður frá 1979-1995. Hún var forseti Alþingis 1988-1991, fyrst kvenna til að gegna því embætti.

Fyrsta bók Guðrúnar, Jón Oddur og Jón Bjarni, kom út árið 1974 en hún er fyrsta bókin af þremur um þessa uppátektasömu tvíburabræður. Allar hafa þær verið endurútgefnar mörgum sinnum og gerð hefur verið kvikmynd byggð á sögunum. Guðrún er einn þekktasti barnabókahöfundur á Íslandi og hafa bækur hennar verið þýddar á fjölmörg tungumál. Hún hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin árið 1992 fyrir bók sína Undan illgresinu og stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu sama ár. Hún var tilnefnd til H.C. Andersen verðlaunanna 1988 og hefur auk þess fengið ótalmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín á Íslandi, meðal annars var bókin Öðruvísi fjölskylda tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2004. Árið 2005 hlaut hún Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu. Þá stóð hún fyrir stofnun Þýðingarsjóðs á níunda áratugnum.

Guðrún skrifar aðallega fyrir stálpuð börn en hefur einnig sent frá sér nokkrar myndabækur fyrir yngri börn með myndskreytingum eftir þekkta listamenn. Hún hefur sent frá sér skáldsögu og skrifað sjónvarpsleikrit fyrir fullorðna. Leikrit hennar Óvitar var frumflutt í Þjóðleikhúsinu 1979 og hefur einnig verið sett á svið í Færeyjum og Noregi.

Guðrún Helgadóttir lést í Reykjavík 23. mars 2022.

 

Ljósm. Alþingi.is


Ritaskrá

  • 2010 Lítil saga um latan unga
  • 2008 Bara gaman
  • 2006 Öðruvísi saga
  • 2004 Öðruvísi fjölskylda
  • 2003 Öðruvísi dagar
  • 2000 Oddaflug
  • 1999 Handagúndavél og ekkert minna
  • 1998 Aldrei að vita!
  • 1997 Englajól
  • 1996 Ekkert að marka!
  • 1995 Ekkert að þakka!
  • 1993 Litlu greyin
  • 1992 Velkominn heim Hannibal Hansson
  • 1990 Núna heitir hann bara Pétur
  • 1990 Undan illgresinu
  • 1987 Sænginni yfir minni
  • 1986 Saman í hring
  • 1985 Gunnhildur og Glói
  • 1983 Sitji guðs englar
  • 1981 Ástarsaga úr fjöllunum
  • 1980 Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna
  • 1979 Óvitar 
  • 1977 Páll Vilhjálmsson
  • 1976 Í afahúsi
  • 1975 Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna
  • 1974 Jón Oddur og Jón Bjarni

 

Eftir Guðrúnu liggja einnig fræðigreinar og óútgefin leikrit.

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2007  Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur
  • 2006  Bókmenntaverðlaun starfsfólk bókaverslana fyrir Öðruvísi sögu
  • 2005  Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag til íslenskrar tungu
  • 2005  Bókaverðlaun barnanna fyrir Öðruvísi fjölskyldu
  • 1999  Viðurkenning Barna og bóka Íslandsdeildar IBBY
  • 1994  Barnabókaverðlaun skólamálaráðs Reykjavíkur fyrir Litlu greyin
  • 1993  Viðurkenning úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins
  • 1992  Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir Undan illgresinu
  • 1992  Stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu
  • 1988  Viðurkenning Barna og bóka Íslandsdeildar IBBY fyrir Sænginni yfir minni
  • 1980  Verðlaun úr Thorbjörn Egner sjóðnum fyrir Óvita
  • 1975  Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir Jón Odd og Jón Bjarna 

 

Tilnefningar

  • 2005  Til Astrid Lindgren verðlaunanna fyrir rithöfundaferil
  • 2004  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Öðruvísi fjölskyldu
  • 1991  Til Norrænu barnabókaverðlaunanna fyrir Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni 
  • 1988  Til Norrænu barnabókaverðlaunanna fyrir Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni
  • 1985  Til Norrænu barnabókaverðlaunanna fyrir Sitji guðs englar
  • 1988  Til H.C. Andersen verðlaunanna
  • 1987  Til Norrænu barnabókaverðlaunanna fyrir Sitji guðs englar og Saman í hring

 

Þýðingar

Þýðingar eftir Guðrúnu

  • 1969 Griðastaður eftir William Faulkner

 

Þýðingar á verkum Guðrúnar (í vinnslu)

  • 2022  A giant love story (meðhöf. Brian Pilkington)
  • 2018  Flumbra: eine Isländische Trollgeschichte (meðhöf. Brian Pilkington, Helmut Lugmayr þýddi á þýsku)
  • 2014  Flumbra: une histoire d'amour (meðhöf. Brian Pilkington. Hélène þýddi á frönsku)
  • 2008  Hvem ved? (Áslaug Th. Rögnvaldsdóttir þýddi á dönsku)
  • 2003  Skidt pyt! (Áslaug Th. Rögnvaldsdóttir þýddi á dönsku)
  • 2001  Selv tak! (Áslaug Th. Rögnvaldsdóttir þýddi á dönsku)
  • 2000  Tað er lagamann (Martin Næs þýddi á færeysku)
  • 1997  Tostes spøgelse (Áslaug Th. Rögnvaldsdóttir þýddi á dönsku)
  • 1997  Tað er gaman í (Martin Næs þýddi á færeysku)
  • 1995  Hjá mær í nátt (Martin Næs þýddi á færeysku)
  • 1994  Vera vernd (Martin Næs þýddi á færeysku)
  • 1994  Havens hemmelighed (Áslaug Th. Rögnvaldsdóttir þýddi á dönsku)
  • 1993  Bið guðs einglar standa hjá mær (Martin Næs þýddi á færeysku)
  • 1993  Når ugresset er borte (Gunhild Stefánsson þýddi á norsku)
  • 1986  Í abbasa húsi (Martin Næs þýddi á færeysku)
  • 1982  Ruska: en kjærlighetshistorie fra Island (meðhöf. Brian Pilkington. Gunhild Stefánsson þýddi á norsku)

 

 

 

 

Tengt efni