SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir17. október 2025

VON Á NÝRRI SKÁLDSÖGU EFTIR SIF SIGMARSDÓTTUR

Von er á nýrri skáldsögu eftir Sif Sigmarsdóttur sem ber titilinn Allt sem við hefðum getað orðið.

Tæpir tveir áratugir eru síðan hún sendi frá sér sína fyrstu bók, unglingabókina Ég er ekki dramadrottning (2006). Sif hefur sent frá sér margar bækur síðan og er sérlega vinsæll pistlahöfundur.

Um nýnju bókina segir í kynningu útgefenda:

 

Þrjár konur. Leyndarmál leiðir þær saman. Blaðamaðurinn Lilja fær veður af því að hún sé líklegt fórnarlamb niðurskurðar. Þegar henni er falið að fjalla um nýútkomna bók um Annie Leifs, eiginkonu tónskáldsins Jóns Leifs, vakna hjá henni grunsemdir. Getur verið að mislyndi skjalavörðurinn á Landsbókasafninu sé að spila með hana?

 

Af þessu tilefni birtum við ritdóm sem birtist í Morgunblaðinu um fyrstu bók Sifar sem fjallar um unglingsstúlkuna Emblu Þorvarðardóttur. Ári síðar skrifaði Sif framhald af Ég er ekki dramadrottning sem fékk titilinn  Einu sinni var dramadrottning í ríki sínu (2007).

Tengt efni