SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir25. janúar 2026

ÞÚ STÓÐST ÞARNA ÚTI

Ljóð dagsins er fengið úr ljóðabókinni Undarlegt er að spyrja mennina eftir Nínu Björk Árnadóttur. Ljóðabókin kom út árið 1968 og er önnur bók skáldkonunnar en hún hafði áður gefið út Ung ljóð árið 1965. 

Þetta fallega ljóð ber titilinn „Þú stóðst þarna úti" og má túlka sem svo að það lýsi sáttum elskenda eftir einhverjar krytur. Ljóðið er í senn hlaðið sterkum tilfinningum og miklum næmleika fyrir mannlegri hegðun:   

 

Þú stóðst þarna úti
 
Þú stóðst þarna úti
horfðir í augu mín örskamma stund.
 
Og við litum á skýin
minntumst víst aðeins á veðrið.
 
Og ég brosti og spurði
má ekki bjóða þér inn.
 
Og ég brosti og spurði
má ekki bjóða þér eitthvað.
 
Þá lögðust tveir armar um háls minn
höfuð þitt hvíldi
þungt
við minn barm
og þú grést.

 

Tengt efni