GRÆNN FEMINISMI
Í bókinni Orðabönd sem er nýútkomin eru sumir höfundanna að fjalla um náttúruna í ljóðum sínum og er það vel. Bæði veitir það vellíðan að lesa náttúruljóð og svo minnir það okkur á tilvist náttúrunnar, kjarnann í öllu lífi hér á jörðu.
Við getum flokkað náttúruljóðin í marga flokka allt eftir því hvað við veljum. Í náttúruvísindum, kolefnahringrásinni, úrkomuákefð eða þá súrnun sjávar. Vitundarvakning fólks á hnignun líffræðilegs fjölbreytileika, nýtingu náttúruaðlinda, fiskeldi, skógrækt, dýravelferð framandi ágengu tegunda eða grænan feminisma og margt fleira svo vitnað sé í texta í Náttúrufræðingsins 93. árg. 3.-4 hefti 2023. En hvað er grænn feminismi?
Grænn feminismi
Vistfeministi (ecofeminism) er áhugaverð nálgun að mínu mati innan bókmenntanna. Vistfeminsmi er hugtak sem er nátengdur femínisma og fylgir honum reyndar alveg frá því að önnur bylgja femínisma hófst um 1970. Innan vistfeminisma er litið svo á að náttúran eigi sér hliðstæðu með kvennakúgun feðraveldisins og því að drottna yfir náttúrunni. Bæði séu spjöll. Þá segir að boðskapur vistfeminisma sé að horfa skuli á sambúð manns og náttúru frá sjónarhóli kynferðis, þ.e að breyta þurfi hinu karllæga, sem stýri allri orðræðu og svo hinsvegar um þarfir kvenna. Greining á grænum feminisma gengur út á að rannsaka tengsl kvenna og náttúru eins og þau birtast á svið menningar, efnahags, trúarbragða, stjórnmála og bókmennta.
Í grein eftir Unni Birnu Karlsdóttur sagnfræðing um vistfeminisma er áhugaverð umræða um konur og loftslagsvána. Þar segir að váin bitni ekki síst á konum í fátækum ríkjum, að breyting á hitastigi, þurrkar og vatnsskortur geti haft gífurleg áhrif á afkomu kvenna. Þá segir að konur séu háðar aðgengi að landi til að afla sér fæðu og að þær hafi í flest öllum tilvikum ekki eignarhald á landi. (Sjá: Unnur Birna Karlsdóttir, ,,Grænn femínismi. Vistfemínískir þræðir í íslenskri umhverfispólitík", Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, 2. hefti 2022, bls. 141-163.)
Margt er það sem fer því um hugann þegar við lesum fallegt ljóð um nátttúrna, við finnum allskonar áhrif eftir því hvað verið er að yrkja um. Við fáum kannski gæsahúð, heyrum kannski hljóð innra með okkur nú eða finnum lykt en við verðum örlítið meirar þegar grænn feminismi á í hlut. Við skulum lesa eitt ljóð í bókinni Orðabönd og hugsa svolítið um ofansögð orð. Minnast þess að allt líf er undir því komið að það fái að dafna og blómstra.
.jpg)
Snerting
Glittir í greniferskar nálarnýkomnarfullar sjálfstraustteyga í sigbirtu og yl.Kraftur nálannaósnertanlegur.Nýtt lífvex í víðáttustoltur landnemií holtagrjóti.Frumbyggt í landistjakar viðýtir potartruflarmeð ferskri golunni í liði.Marglitur frumbyggispeglast að haustibjarturblikandiættstórheimasætaí landi.Styrkur nálarbera höfuðið háttán viðbragðsvíkjaviknastífni lítilvægmót snertingu.Kræklur kúralaga sig lífseigar aðhita, kulda, roki, lognifylgjast með birtubeygja sigþegar þarf.Vita sinn tímakomaþegar óhætt reynistláta ei blekkjastföldu sig með grjótinjóta nú skjóls.Nálar skimabjóða veturinn velkominn.Næsta vornýjar nálaróvitandi umveikleika styrksins.Höfundur Hrefna Róberts