KVENRÉTTINDAKONAN INGIBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR
Ingibjörg Benediktsdóttir skáldkona og kennari.
Alheimsvefurinn 
Í grein Caroline Criado Perez Invisible women, inside the gender data gap koma fram sláandi upplýsingar um konur, sem eru beinlínis rangar, og spannar upplýsingar alla söguna í gegnum árþúsundir. Það er ekki úr vegi að minnast á greinina nú þegar Ai hefur rutt sér til rúms með öllum sínum þráðum og upplýsingum sem skýra heim kvenna, hvað er rétt og hvað er rangt. Perez sýnir fram á galla í upplýsingarkerfinu sem vissulega bera að hafa í huga. Þá segir hún að ,,Menn hafa hannað heiminn fyrir menn“ en ekki konur. Hún bendir á gap í alheimsuppflettningarvefunum sem hafa ber sérstaklega í huga þegar AI gefur okkur svörin. AI sé hannaður þannig að hann sæki í upplýsingar sem þegar eru skráðar og þar eru upplýsingar um konur ekki réttar.
Invisible Women: Inside the Gender Data Gap | Caroline Criado Perez
Þessi grein fjallar um tímabil í sögu kvenna þegar iðnbyltingin átti sér stað og er nú skoðuð í nýju ljósi. Konur fóru í auknum mæli að láta í sér heyra, kröfðust jafnréttis á borð karlmenn þegar kom að því að fá að kjósa, svo ekki sé minnst á jafnan rétt til menntunar og bara það að gera sig gildandi á fleiri sviðum en inn á heimilinum. Hún fjallar um konur sem gengu menntaveginn, voru fæddar fyrir aldamótin 1900, unnu hörðum höndum að því að ryðja brautina en ráku sig endalaust á veggi og voru jafnframt skáldkonur.
Ingibjörg Benediktsdóttir er ein þessara kvenna. Hún fæddist á Bergstöðum í Hallárdal Austur-Húnavatnssýslu árið 1885 og samkvæmt gögnum var hún bæði kennari og ljóðskáld. Þá lauk hún gagnfræðiaprófi frá Akureyri árið 1909 þá 24 ára gömul. Ingibjörg kenndi við Kvennaskólann á Blönduósi og barnaskólann í Reykjavík. Ingibjörg var góðtemplari.
Maður hennar 1917; Steinþór Guðmundsson 1.12.1890 - 8.2.1973. Skólastjóri og kennari á Akureyri. Bankagjaldkeri á Akureyri 1930. Kennari í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Áttu þau 4 börn.
Árið 1938 gefur hún út ljóðabókina ,,Frá afdal til Aðalstrætis“ sem félagsprentsmiðjan prentaði fyrir hana. Þá tók hún virkan þátt í félagsmálum og var í góðtemplarafélaginu. Hún starfaði með Kvenréttindafélagi Íslands og sat um skeið í stjórn þess. Þá flutti Ingibjörg erindi á fundum og í útvarpi og skrifaði smásögur og ljóð og ritgerðir sem birtust í blöðum og tímaritum. Hún sat í ritstjórn Nýju kvöldvöku tímaritsins sem kom út á Akureyri.
Í Hlíf ársriti sambands norðlenzkra kvenna 10. árg. 1926 sem Halldóra Bjarnadóttir ritstýrði er Ingibjörgu kosinn ritari og þar leggur hún fram tillögu þess lútandi að hvetja konur til að huga að áfengisneyslu og afleiðingum hennar á heilsu sem og heimili.
Hlín - 1. Tölublað (01.01.1926) - Tímarit.is
Húsfreyjan 4. Árg. 1953 birtist þetta fallega ljóð eftir Ingibjörgu. Seinna kom það út í ljóðabók hennar ,,Frá afdal til Aðalstræti“ 1958.
Úti í sumarblíðunniÉg vildi ég gæti geymt þig, mildi blær,þig geymi unz kemur haust og svalur vetur,er frosta tekur, foldu hylur snærþá fyndist bezt, hve hlýtt þú andað getur.Ég vildi eg gæti geymt hinn mikla fansaf gullnum fíflum, sóleyjum og rósum,í kjól og hár mitt bundið blómakrans,er byggðir klæðast vetrarkufli ljósum.Og ef ég mætti geyma geisla þá,sem glóa nú í túnbrekkunni minni,í vetur þeirra blíða bros að sjá,hve bjart þá mundi um jólin hjá mér inni.
Ingibjörg sýnir okkur hve fær hagyrðingur hún er en henni liggur meira á hjarta. Á bls. 18 í sömu bók er ljóð sem hún yrkir um þær hindranir sem urðu á vegi hennar sem skáld og við getum á örskotstundu áttað okkur á stöðu kvenna almennt og þær hindranir sem urðu á vegi þeirra. Á meðan við veltum fyrir okkur hvernig það var fyrir menntað konu að bera það undir karlmann hvort ljóðin hennar væru einhvers virði skulum við líta á þetta ljóð sem Ingibjörg hafði sent Jakobi nokkrum Frímannssyni frá Kjalarlandi fæddur 4. ágúst 1878 - 18. ágúst 1912. Bóndi og barnakennari á Skúfi, Norðurdal, A-Hún.
HugleiðingarÉg man, er fyrst þér sýndi´ ég söngva mína.Þá söngva eg engum reyndi, þorði´ að sýna.Það eru klökkir, viltir, veikir tónarviðkvæmrar sálar, eigin lund er þjónar,en þráir, þráir, æskudrauma dreymir,í djúpi hjartans þöglar óskir geymir.Já, þessi ljóð ég öllum alltaf duldi,Minn innra mann ég hverri sálu huldi.Þau æskuljóð ég engum vildi sýna,Sem ekki gæti skilið drauma mína.En þín ég heyrði þá að nýju getið,Já, þín, sem fáir áður höfðu metiðAð verðleikum, - en nú þú hafðir hlotiðÞó hærri einkunn, krafta þinna notiðÍ fyllri stíl. – Nú fullum rómi ljóðinÞú fluttir snjallt, og töfruð hlýddi þjóðin.Svo hrynjandi sem fossins fallið þunga,Svo frjáls og djörf sem þráin fleyga og unga,En stundum létt ,sem lækjarbunan tæraMér ljóð þín virtust, harpan hvella og skæra.En lögin mín sem angurvakinn ómurÍ eyðikyrrð, svo daufur, veikur hljómur!En samt ég vissi, að þitt næma eyraÞó öllum betur mundi nema og heyra,Það einherjum ég einmitt sýna vildi,Sem efnið, formið, sálarlífið skildi.Eg man, er fyrst þér sýndi´ ég söngva mína,hve sárt ég þráði, að heyra dóma þína.Og með þinn ´dóm ég mátti ánægð vera,Já, margfaldlega, en hvað mun til þess bera,Mér fannst hann sanngjarn ekki að einu leyti,Án þess ég, vinur, dómgreind þinni neiti.Þú sagðir: ,,Þú átt þunglyndinu að hrinda,Sjá, þú ertun ung, hvort má þér ekki lyndaÞitt æskulíf,já, lífsins miklu gæði,En lát ei sem þér djúpar undir blæði.“Þú sagðir rétt, ég sá það, fann og skildi,En samt til fulls það aldrei játa vildi.Þú sagðir: ,,Þú ert ung og gleðjast áttu.“En yfirvega, frændi, betur máttu:Hvort er það gleði, er æskuárin líða
Það sem gerir líf og starf Ingibjargar sérstakt er hvernig hún varð leiðarljós fyrir aðrar konur, bæði með því að rjúfa hefðbundin hlutverk og með skrifum sínum sem opnuðu nýja sýn á hlutskipti og möguleika kvenna. Í ljóðum hennar má finna sterka rödd sem dregur upp myndir af daglegu lífi, lífsgleði og baráttu fyrir sjálfstæði, oft litað af þeirri þrautseigju sem íslenskar konur hafa sýnt í gegnum aldirnar. Hún varð þannig nokkurs konar brú milli sveita og borgar, fortíðar og nútíðar, og sýndi með verki sínu að engin fjöll eru of há þegar kemur að því að sækja sér menntun og láta til sín taka á opinberum vettvangi.
Himinn, sign vort hérað prúða,
Húnaþing í sumarskrúða!
Nú á húnvetnsk mey og móðir
minningar- og heiðursdag.
Menntastofnun merka reistu
menn, sem fólksins giftu treystu.
Mætar konur traustum tökum
tryggðu, hlúðu að þjóðarhag.Sjáið, ungu Íslands dætur,
ágæt jurt á dýpstar rætur.
Mun þó andans eðli og þroski
aldri háð og tímalengd?
Unga mey í æskublóma,
á ei rödd þín nú að hljóma,
sál þín fagna í hörpuhreimnum,
hjarta skólans vígð og tengd.Þú Alþýðukona.
Hvort á ég að segja þér söguna mína,
já, söguna mína, og líklega þína,
þú öreiga dóttir, þú alþýðukona?
Í einstökum dráttum þá hljóðar hún svona:Frá óminnisbernsku var baslað og stritað,
hvert basl þetta stefndi, ei spurt var né vitað.
Að vetri og sumri, frá vori og hausti
í vonleysi drekkt öllu barnslegu trausti.
Bréfaskriftir á milli Kristínar Sigfúsdóttur f. 1876 og Ingibjargar um leikritið Melkorku. 
Á Kvennabókasafni handritadeildar Landsbókasafnsins er að finna nokkur bréf úr skjölum Kristínar Sigfúsdóttur til Ingibjargar. Þar biður hún Ingibjörgu um að lesa yfir fyrir sig leikrit sem hún hefur samið og Ingibjörg hvetur hana til dáða. Þar segir:
Reykjavík, 14. Des. 1944
Kæra vinkona mín!
Loksins sendi ég þér leikritið þitt. Ég vil að bókin hefir orðið handverk, því margir hafa lesið hana. Ég hefi verið að bíða eftir tímaritinu Melkorku og nú get ég náð í hana og sendi þér eitt eintak. Okkur fannst þessi kafli ágætur til birtingar úr leikritinu og vona ég að fleirum lítist vel á hann. Þessi orð, sem ég skrifaði með , vona ég að þræði meðalveginn, segir hvorki oflítið né ofmikið eftir því sem sakir stand nú. Ég vildi að þú yrðir ánægð með gjörðir okkar í þessu máli, og skiljir að allt er það af vilvilja og vinarhug til þín, en einkar og sér í lagi að við treystum þér. Eg skil það betur en flestir aðrir, hvers áhrif andrúmsloftið á Akureyri hefur á konur með þínu eðli og innræti . Ég man hvernig farið var með Ólöfu frá Hlöðum. Hún flúði burt, sjúk á sál og líkama. Þessi óheilladís Akureyrar gæti kveðið eins og STST segir: ,, Fleiri gáfur svæfði ég svona. Sofðu K… En ég treysti því, Kristín mín, að þú, þrátt fyrir árin og andstreymið, rísir upp með nýju ári og rekir smíðshöggið á Melkorku með snilld og krafti. Ég vona að í heildarútgáfunni þinni verði Melkorka dýrasta perlan, ,,þitt stoltasta verk eins og ég sagði í sumar. – Ég hringdi Öldu Möller þegar hún kom að norðan og spurði hana hvort þið hefðuð talað saman og þótti mér leitt að hún neitaði því En hún sagði að Hólmgeir hefði fært sér Melkorku til að lesa. ,,En ef ég hefði fengið eitthvert ,,vink” frá henni eða öðrum um að heimsækja hana, þá hefði ég farið eins og skot sagði hún. Ég sagði að ég byggist við, að ef Melkorka yrði sýnd hér í Rvík bráðlega myndi dæmast á hana að leika Melkorku, og tók hún því mjög líklega……
Um leikritið
Leikritið “Melkorka” var skrifað af Kristínu Sigfúsdóttur og var flutt í útvrpi árið 1944. Það er byggt á sögunni um Melkorku, írskri konungsdóttur. Merkorka er þekkt saga úr Laxdælu. Leikritið hefur verð talið táknrænt fyrir baráttu kvenna fyrir jafnrétti og réttindum í íslensku samfélagi. Merkorka er sýnd sem sterk og sjálfstæð kona sem kallar sem kallar eftir réttindum sínum og lýsir því hvernig konum hefur verið misboðið í gegnum tíðina.
Úr ljóðabók Ingibjargar ,,Horft yfir sjónarsviðið”
Konan frjáls í frjálsu landiFjarlæg hugsun lengi var.Ánúð háð var hönd og andi.Hlekki vanans alls staðar.Innibyrgð í höll og hreysi,Húsmóðir og anbátt vann.Loks gegn sagga og sólskinsleysiSvali morunbjarmans rann.Konan frjáls í frjálsu landi,Félagsstefnan okkar varð.Systurþel og bræðrabandiByggja skyldi upp sérhvern garð.Senn þær vöktu fleiri og fleiri,Fengu gleggri og dýpri sýn,Árbjarminn varð alltaf meir,Unz í heiði dagur skín.Nýi tíminn kallar, kallar:Kona, þorðu að vera frjáls.Lands vors dætur allar, allarOk ei þola og fjötra um háls.Hlekki úr járni og hlekki úr rósumHöndin frjáls mun slíta jafnt.Aðstöðu vér einmitt kjósumEins og frjálsar konur samt.Heilar saman, systur allar!Sólarupprás heilsum vér.Stundin komin, starfið kallar,Starfsvið opið hvar sem er.Þoroskist samtök, orka og andiOkkar systra- og bræðralags.Konan frjáls í frjálsu landiFagnar sól hins ýja dags.
Ingibjörg Benediktsdóttir skáldkona og kennari er án vafa kona sem yrkir ljóð beint inn í baráttu kvenna til jafnréttis hér á landi og með ómældir vinnu hefur hún haft mikil áhrif á fyrstu bylgju feminískrar baráttu íslenskra kvenna.
Þessi grein var styrkt af



