SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Birgitta Halldórsdóttir

Birgitta Hrönn Halldórsdóttir fæddist 20. júní 1959 að Eldjárnsstöðum í Blöndudal. Hún ólst upp að Syðri-Löngumýri, gekk í Húnavallaskóla en fór síðan í Héraðsskólann að Laugarvatni og lauk landsprófi þaðan.

Birgitta hefur skrifað skáldsögur og viðtalsbækur. Fyrsta skáldsaga hennar, Inga, kom úr árið 1983 og síðan komu út bækur eftir hana svo til á hverju ári fram til ársins 2012 en þá tók hún sér hlé frá útgáfu.

Snemma á árinu 2025 - eftir tuttugu ára hlé - sendi Birgitta svo aftur frá sér nýja skáldsögu Undir óskasólu sem kom út hjá Storytel. Bókin er sjálfstætt framhald að bók Birgittu frá 1992, Dætur regnbogans.

Skáldsögur Birgittu, sem eru blanda af spennu- og ástarsögum, nutu mikilla vinsælda lesenda á sínum tíma, í árdaga íslensku glæpasögunnar.

Eiginmaður Birgittu er Sigurður Ingi Guðmundsson frá Leifsstöðum í Svartárdal. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau að Leifsstöðum en hafa búið að Syðri-Löngumýri frá vorinu 1986. Þau eiga tvö börn.

 


Ritaskrá

  • 2025  Undir óskasólu
  • 2012  Ævintýri tvíburanna á Spáni
  • 2011  Ævintýri tvíburanna
  • 2010  Út við svala sjávarströnd
  • 2010  Þar sem hjartað slær
  • 2004  Óþekkta konan
  • 2002  Tafl fyrir fjóra
  • 2001  Játning
  • 2001  Ljósið að handan
  • 2000  Fótspor hins illa
  • 2000  Leyndardómar Reykjavíkur 2000
  • 1999  Eftirleikur
  • 1998  Renus í hjarta
  • 1997  Nótt á Mánaslóð
  • 1996  Ofsótt
  • 1995  Andlit öfundar
  • 1995  Við eigum valið ef við viljum: saga Guðrúnar Óladóttur reikimeistara
  • 1994  Bak við þögla brosið
  • 1993  Örlagadansinn
  • 1992  Dætur regnbogans
  • 1991  Klækir kamelljónsins
  • 1990  Myrkraverk í miðbænum
  • 1989  Sekur flýr þó enginn elti
  • 1988  Dagar hefndarinnar
  • 1987  Áttunda fórnarlambið
  • 1986  Í greipum elds og ótta
  • 1985  Gættu þín Helga
  • 1984  Háski á Hveravöllum
  • 1983  Inga : opinská lífsreynslusaga ungrar stúlku

 

Tengt efni