SAMKENND
Var að lesa ljóðabókina hennar Gerðar Kristný ,,Jarðljós".
Fyrsta hugsunin um ljóðin voru á þessa leið, bókin er full af samkennd og hlýju. Ég fann góða strauma og vellíðan við lesturinn. Samkenndin er vanmetin nú á tímum einstaklingshyggunnar. Hugsum ekki bara um okkur sjálf, heldur setjum okkur í spor annarra.
Gerður fer með lesandann vítt og breytt um fortíðina. Úr þjóðsögum má lesa margt á milli lína.
HendurGest ber aðá bátisiglir beitivindað landiValbrá skyggirvangavisin höndstingst úr ermiÁlfar lögðuá hann bölvunþá barn í reifumKemur nú maðureftir fjörunniog tekurhöndina veikuí sínarmagnar henni máttVindar kyrrastsjór leggst dauðurGesturinn tálgarfugla úr fjörusteinumá meðan hannbíður byrjarÞegar hann siglirá brautvakna fuglarnirog fljúgja úr höndum hans
Hér er ort um fatlaðan einstakling. Eru fatlaðir einstaklingar enn í dag að berjast fyrir réttlæti, þó svo að í mannréttindalögunum sé þau skilgreind sem eitt af margbreytileika hversdagsins?
Bókin gæti líka verið ágætis gagn og ítarefni með sögukennslunni, þar sem staðreyndir sögunnar ráða ríkjum og samkenndin er víðs fjarri. Kennum samkennd, láta nemendur læra að bera virðingu fyrir fólki um leið og staðreyndir eru þuldar upp.
Ljóð um stúlku er átakanleg frétt um unga stúlku sem myrt var af hermönnum á stríðsárunum, hún var á leið heim úr skólanum.
Ljóðið um Hel og ljóðið um Skaða úr norrænu goðafræðinnni, bætir heilmiklu við feminíska hugsun og svo mætti áfram telja.
Ljóðið um Háskólann er fullt af hlýju og virðingu. Þekkingin sem þar er kennd færir okkur frelsi, því má ekki gleyma.
Háskólinn rísupp af hæðinnivirki byggt úrþeirra bjargföstu trúað vernda skuliallt sem gott erog sattmýrimurtuviðtengingarháttBílastæðinbogadreginn síkiHið vonda hörfará vindubrúnnióttast að verabarið með bókÁ kvöldinlýsa kastararupp virkisvegginnBirtast þá menná múrnumsem risarÞannig er Háskólinnstækkar okkursvo við megumvernda allt sem gott erog sattsiðisöguvörumerkjastjórnun
Og nú er bókin tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna og það er vel.
Kveðja
Magnea