Þórunn Jarla Valdimarsdóttir
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir er fædd í Reykjavík 25. ágúst 1954.
Þórunn lærði sagnfræði í Lundi Svíþjóð veturinn 1973-1974 og sögu og myndlist við Instituto Allende í Mexíkó veturinn 1977-1978. Hún lauk meistaraprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1983 og hefur síðan fengist við ritstörf.
Eftir Þórunni liggur fjöldi skáldverka; skáldsögur, ljóðabækur, ævisögur og sagnfræðirit. Þá hefur húnn einnig skrifað fjölda greina og þátta fyrir útvarp og sjónvarp. Barnævisöguna Sól í norðurmýri (1993) og nóvelluna Dag kvennanna (2010) skrifaði hún með Megasi.
Fyrsta skáldsaga Þórunnar, Höfuðskepnur, kom út árið 1994. Skáldsagan Alveg nóg var tilnefnd til Menningarverðlauna DV 1997 og Stúlka með fingur hlaut síðan Menningarverðlaun DV árið 1999 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2001.
Skáldsögur Þórunnar Kalt er annars blóð (2007) og Mörg eru ljónsins eyru (2010) eru glæpasögur sem gerast í samtímanum en byggja báðar á Íslendingasögum, sú fyrri á Njálu og sú seinni á Laxdælu. Þær voru báðar tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta.
Þórunn hefur einnig hlotið tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka fyrir bækurnar Snorri á Húsafelli: saga frá 18. öld (1989), Til móts við nútímann (4. bindi Kristni á Íslandi, 2000) og Upp á sigurhæðir: saga Matthíasar Jochumssonar (2006) og Bærinn brennur. Síðasta aftakan á Íslandi (2021). Upp á Sigurhæðir var auk þess tilnefnd til verðlauna Hagþenkis og fékk viðurkenningu Félags bókasafns- og upplýsingafræða fyrir bestu frumsömdu fræðibók ársins.
Þórunn er búsett í Reykjavík.
Ritaskrá
- 2023 Lítil bók um stóra hluti. Hugleiðingar
- 2021 Bærinn brennur. Síðasta aftakan á Íslandi
- 2018 Skúli fógeti: Faðir Reykjavíkur - saga frá átjándu öld
- 2018 Villimaður í París
- 2015 Stúlka með höfuð
- 2013 Stúlka með maga
- 2011 Með sumt á hreinu. Jakob Frímann lítur um öxl
- 2010 Dagur kvennanna. Ástarsaga (ásamt Megasi)
- 2010 Mörg eru ljónsins eyru
- 2008 Loftnet klóra himin
- 2007 Kalt er annars blóð
- 2006 Upp á sigurhæðir ævisaga Matthíasar Jochumssonar
- 2002 Horfinn heimur: Árið 1900 í nærmynd
- 2001 Hvíti skugginn
- 2000 Engin venjuleg kona; litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu
- 2000 Kristni á Íslandi 4. bindi 2000 (fyrri hluti bókarinnar)
- 1999 Stúlka með fingur
- 1997 Alveg nóg
- 1997 Leikfélag Reykjavíkur: Aldarsaga (fyrri hluti bókarinnar)
- 1994 Höfuðskepnur: ástarbréfaþjónusta
- 1993 Sól í Norðurmýri: píslarsaga úr Austurbæ (æskusaga Megasar)
- 1992 Júlía
- 1991 Fuglar
- 1989 Snorri á Húsafelli: saga frá 18. öld
- 1986 Sveitin við sundin: búskapur í Reykjavík 1870-1950
- 1986 Af Halamiðum á Hagatorg (ævisaga Einars Jónssonar í Lækjarhvammi)
Verðlaun og viðurkenningar
- 2013 Fjöruverðlaunin fyrir Stúlku með maga
- 2011 Rauða hrafnsfjöðrin fyrir Dagur kvennanna – ástarsaga (ásamt Megasi)
- 2008 Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins
- 2006 Viðurkenning Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða fyrir Upp á Sigurhæðir
- 2000 Menningarverðlaun DV fyrir Stúlku með fingur
- 1992 Fyrstu verðlaun í örverkasamkeppni Bjarts og frú Emilíu
Tilnefningar
- 2021 Til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Bærinn brennur
- 2013 Til Menningarverðlauna DV fyrir Stúlku með maga
- 2010 Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Mörg eru ljónsins eyru
- 2007 Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Kalt er annars blóð
- 2006 Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Upp á Sigurhæðir
- 2007 Til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir Upp á Sigurhæðir
- 2001 Til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Stúlku með fingur
- 2000 Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Kristni á Íslandi (sem einn höfunda í 4. binda verki)
- 1997 Til Menningarverðlauna DV í bókmenntum fyrir Alveg nóg
- 1989 Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Snorra á Húsafelli
Þýðingar
- 2010 Antennae Scratch Sky (scratch scratch)
- 2004 Flicka med finger (Inge Knudsson þýddi á sænsku)
- 1999 Flickan med fingret (Inge Knudsson þýddi á sænsku)