SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Birgitta Björg Guðmarsdóttir

Birgitta Björg Guðmarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1998.

Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og B.A. gráðu í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Samhliða ritstörfum starfar hún við bóksölu og ýmis störf tengd textagerð. Hún hefur birt ljóð, sögubrot og þýðingar í tímaritinu Leirburði, auk þess sem hún hefur samið texta fyrir tónverk Þórðar Hallgrímssonar. Haustið 2019 þýddi hún ljóðabókina Kandsime Redelit Kaasas (Við bárum stigann), eftir eistneska skáldið Hasso Krull, sem þó er enn óútgefin og aðeins til í einu eintaki. 

Fyrsta skáldverk Birgittu er skáldsagan Skotheld sem kom út haustið 2018. 

Birgitta er jafnframt einn textahöfunda hljómsveitarinnar Ólafur Kram. 

 


Ritaskrá

  • 2018 Skotheld