SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir26. september 2023

FERSKIR VINDAR - Reykjavík Poetics

Reykjavík Poetics hefur haldið úti ljóðasamkomum í sumar þar sem skáld af erlendum uppruna hafa stigið á stokk ásamt innfæddum. Þeim fer æ fjölgandi rithöfundunum sem hafa ekki fæðst hér á landi og skrifa jafnvel ekki á sínu móðurmáli. Ewa Marcinek er ein af þeim sem komu þessum ljóðakvöldum á fót.

Í nýja bókmenntaþættinum Bara bækur er fjallað um skáldskap rithöfunda af erlendum uppruna og rætt er m.a. við Natasha S. og Mao Alheimsdóttur. Hlýða má á þáttinn hér.

Natasha S. ritstýrði Pólifóníu af erlendum uppruna árið 2021, og er þar einn höfunda, og sendi frá sér ljóðabókina Máltaka á stríðstímum sem hún hlaut fyrir Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í fyrra.  Þá ritstýrði hún einnig ritgerðarsafninu Skáldreki sem kom út í ár ásamt Ewu Marcinek. Mao Alheimsdóttir fékk nýræktarstyrk fyrir bókina Veðurfregnir og jarðarfarir, sem er óútkomin, og var með ljóðagjörning á einni ljóðasamkomunni þar sem hún gaf út handgerða ljóðabók, Ljóðatal, í 12 eintökum og geymir hver bók 12 ljóð, eitt ljóð fyrir hvern mánuð.

Vonandi verður framhald á ljóðaupplestrum á vegum Reykjavík Poetics. Þar blása ferskir vindar!

Tengt efni