SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ester Hilmarsdóttir

Ester Hilmarsdóttir er bændadóttir fædd í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu árið 1985.

Ester er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og San Diego State University með áherslu á umhverfispólitík, auk M.Sc. gráðu í útgáfu (M.Sc. Publishing) frá Edinburgh Napier University í Skotlandi. Mastersritgerð hennar fjallaði um kynbundna markaðssetningu barnabóka og bar titilinn Separate Shelves: Sexism and Gendered Marketing Trends in Children's Publishing.

Ester hefur starfað sem pistlahöfundur fyrir vef Morgunblaðsins, sem ritstjóri hjá útgáfufyrirtækinu Letts í Edinborg og Vagabond Voices í Glasgow, sem aðstoðarritstjóri hjá tímaritinu Home Journal í Hong Kong og sem sjálfstætt starfandi textasmiður, ritstjóri og prófarkalesari í Zürich.

Ester hefur birt ljóð í Són, tímarit um ljóðlist og óðfræði.

Fyrsta útgefna bók hennar, Fegurðin í flæðinu, kom út hjá Bókaútgáfunni Sæmundur haustið 2023 og hlaut tilnefningu til Fjöruverðlaunanna 2024.

Ester bjó um tíma í San Diego, Edinborg, Hong Kong og síðar í Zürich en býr nú í Þingeyjarsveit ásamt börnum sínum.

Myndina af Ester tók Halldóra Kristín Bjarnadóttir.


Ritaskrá

  • 2023  Fegurðin í flæðinu

 

Tilnefningar

  • 2023  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Fegurðin í flæðinu

 

Tengt efni