SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir

Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir er fædd 30. mars 1965 í Reykjavík.

Hrafnhildur lauk stúdentsprófi frá MR 1985 og  burtfararprófi í gítarleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1986. Eftir hálfsárs framhaldsnám í gítarleik á Spáni lagði hún gitarinn á hilluna og sneri sér að ritstörfum og námi í frönsku og leikhúsfræðum sem hún stundaði við Sorbonneháskólann í París á árunum1989-1992. 

Hrafnhildur vakti mikla athygli með frumraun sinni á sviði leikritunar en fyrsta leikrit hennar, Ég er meistarinn, var sett upp í Borgarleikhúsinu og hlaut það Menningarverðlaun DV árið 1991 og Norrænu leikskáldaverðlaunin árið 1992.

Hrafnhildur hefur skrifað fleiri leikrit, bæði fyrir svið og útvarp, hún hefur einnig þýtt erlend leikverk og hennar eigin verk hafa verið þýdd á erlendar tungur og sett upp erlendis.

2022 sendi Hrafnhildur frá sér sína fyrstu ljóðabók:  Skepna í eigin skinni.

Hrafnhildur hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.

Auk ritstarfanna hefur hún sinnt starfi listræns ráðunauts, við Borgarleikhúsið á árunum 2014-2020 og við Þjóðleikhúsið frá 2020. 


Ritaskrá

  • 2022  Skepna í eigin skinni (ljóð)
  • 2017  Flóð, meðhöfundur: Björn Thors (leikrit)
  • 2013  Sek (leikrit)
  • 2012  Opið hús (útvarpsleikrit)
  • 2012  Jöklar, meðhöfundur: Steinunn Knútsdóttir (netverk)
  • 2010  Herbergi 408, meðhöfundur: Steinunn Knútsdóttir (netverk)
  • 2009  Einfarar (útvarpsleikrit)
  • 2005  Salka Valka (leikgerð upp úr skáldsögu Halldórs Laxness)
  • 2004  Norður (leikrit)
  • 2002  Hvernig sem við reynum (sjónvarpsleikrit)
  • 2000  Hægan, Elektra (leikrit)
  • 1996  Eintal (TMM)
  • 1991  Ég er meistarinn (leikrit)
  • 1979  Við erum bara svona og okkur verður ekki breytt (saga)

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2016  Grímuverðlaunin, sproti ársins fyrir Flóð
  • 2014  Viðurkenning úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins
  • 2013  Norrænu útvarps- og leikhúsverðlaunin fyrir Opið hús 
  • 2013  Grímuverðlaunin: útvarpsverk ársins fyrir Opið hús
  • 2013  Prix Europa evrópsku ljósvakaverðlaunin 3. sæti fyrir Opið hús
  • 2010  Grímuverðlaunin: Útvarpsverk ársins fyrir Einfara
  • 1992  Norrænu leikskáldaverðlaunin fyrir Ég er meistarinn
  • 1991  Menningarverðlaun DV fyrir Ég er meistarinn

   

Tilnefningar

  • 2002 til Norrænu leikskáldaverðlaunanna fyrir Hægan Elektra 
  • 2004 til leiklistarverðlauna Ítalíu (sem besta erlenda verkið) fyrir Ég er meistarinn 
  • 2016 til DV verðlaunanna fyrir Sek
  • 2016 í norrænu leikskáldalestina fyrir Sek
  • 2010 til Prix Europa evrópsku ljósvakaverðlaunanna fyrir Herbergi 408 
  • 2012 til Prix Europa evrópsku ljósvakaverðlaunanna fyrir Jökla
  • 2011 til Prix Europa evrópsku ljósvakaverðlaunanna fyrir Einfara
  • 2016 til Grímuverðlaunanna sem leikrit ársins fyrir Flóð 

 

Þýðingar

(Í vinnslu)

Þýðingar á verkum Hrafnhildar:

  • 2011  Ich bin der Meister (Inga Kolbeinsdóttir-Lichtenberg þýddi á þýsku)
  • 2003  Io sono il maestro (Cristina Argenti og Silvia Cosimini þýddu á ítölsku)
  • 2008  Maestro Nabil El Azan og Gerard Lemarqui þýddu á frönsku
  • 1996  Jeg er mesteren Kristín Bjarnadóttir þýddi á dönsku
  • 1993  Knut Ödegard þýddi á norsku
  • 1995  Alja Predan þýddi á slóvensku
  • 1995  Jacek Godec þýddi á pólsku
  • 1995  Anna Yates þýddi á ensku
  • 1992  Jag är mästaren (Inge Knutsson þýddi á sænsku)
  • 1996  Monólogo, Ade Teatro (Kristinn R. Ólafsson þýddi á spænsku)
  • 2001  Easy now, Electra (Brian FitzGibbon  þýddi á ensku)
  • Doucement Electre (Nabil El Azan þýddi á frönsku)
  • Open house (Salka Guðmundsdóttir þýddi á ensku)
  • Aben hus (norsk þýðing NRK)
  • Loners  (Pétur Jónasson þýddi á ensku)
  • Nord, (Ragnheiður Ásgeirsdóttir og Claire Béchet þýddu á frönsku)
  • Guilty (Salka Guðmundsdóttir þýddi á ensku)

Þýðingar Hrafnhildar:

  • 2003  Farðu til fjandans eftir Brian FitzGibbon (óútgefið leikhandrit)
  • 2003  Hættu að hvisla, öskraðu! : fléttuþáttur
  • um lif breska leikskaldsins Söruh Kane, leikrit hennar og ótímabaran dauodaga (óútgefið leikhandrit RÚV)
  • 2000  Lér konungur eftir William Shakespeare (endurskoðuð þýðing Steingrims Thorsteinssonar)
  • 1996  Tunglskin eftir Harold Pinter (óútgefið leikhandrit)
  • 1993  Þrá eftir Söru Kane (óútgefiõ leikhandrit)
  • 1995  Hreinsun eftir Söru Kane (óútgefið leikhandrit)
  • 1993  Allir synir mínir eftir Arthur Miller (óútgefið leikhandrit)
  • 2012  Eldhaf eftir Wajdi Mouawad (óútgefið leikhandrit)
  • 2007  Hálsfesti Helenu eftir Carole Fréchette (óútgefið leikhandrit)
  • 2015  Dúkkuheimili eftir Henrik Ibsen (óútgefið leikhandrit)
  • 2018  Medea eftir Evripídes (óútgefið leikhandrit) 

 

Tengt efni