SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir24. janúar 2023

ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN 2022 AFHENT Í KVÖLD

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru veitt í kvöld, þriðjudaginn 24. janúar, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum eins og vel er við hæfi. Höfundur sigurbókar í hverjum flokki hlýtur eina milljón króna í verðlaunafé frá Félagi íslenskra bókaútgefanda. Í fyrsta sinn er Blóðdropinn, hin íslenski glæpsagnaverðlaun, veittur á sama tíma og þetta hið mesta gleðiefni fyrir bókaþjóðina. 

 

Í flokki skáldverka

Í flokki skáldverka fær Pedro Gunnlaugur Garcia hin íslensku bókmenntaverðlaun fyrir Lungu. Til hamingju!

 

Önnur verk sem tilnefnd voru:

Eden eftir Auði Övu

Ljósagangur eftir Dag Hjartarson

Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur

Hamingja þessa heims Riddarasaga eftir Sigríði Hagalín

 

Í flokki barna- og ungmennabóka

Í flokki barna- og unglingabóka fékk Arndís Þórarinsdóttir hin íslensku bókmenntaverðlaun í ár fyrir Kollhnís. Til hamingju og takk fyrir ræðuna skemmtilegu!

 

Aðrar bækur sem tilnefndar voru:

  • Allt er svart í myrkrinu eftir Elísabetu Thoroddsen
  • Frankensleikir eftir Eirík Örn Norðdahl og Elías Rúna
  • Héragerði eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur
  • Ófreskjan í mýrinni eftir Sigrúnu Eldjárn

 

Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis

Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis hreppti Ragnar "Skjálfti" Stefánsson hin íslensku bókmenntaverðlaun í ár fyrir Hvenær kemur sá stóri? Til hamingju!

 

Aðrar bækur sem tilnefndar voru:

  • Ísland Babýlon: Dýrafjarðarmálið og sjálfstæðisbaráttan í nýju ljósi eftir Árna Snævarr
  • Farsótt: Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur
  • Baráttan um bjargirnar: Stjórnmál og stéttabarátta í mótun íslensk samfélags eftir Stefán Ólafsson
  • Nesstofa við Seltjörn: Saga hússins, endurreisn og byggingarlist eftir Þorstein Gunnarsson

 

Í flokki glæpasagna (Blóðdropinn)

Í flokki glæpasagna bar af Skúli Sigurðsson Skúlasonar og er handhafi Blóðdropans fyrir Stóra bróður. Til hamingju!

 

  • Strákar sem meiða eftir Evu Björg Ægisdóttur
  • Drepsvart hraun eftir Lilju Sigurðardóttur
  • Reykjavík eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur
  • Hungur eftir Stefán Mána

Til hamingju verðlaunahafar og tilnefndir, aðrir höfundar og allir lesendur!

 

Heimild og samsett mynd: Rúv

 

 

 

 

 

Tengt efni