SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir13. mars 2023

ÓVIÐJAFNANLEG TÖK Á SKÁLDSKAPNUM - Merking eftir Fríðu Ísberg

Sænska blaðið Dagens Nyheter fjallar í dag um Merkingu eftir Fríðu Ísberg, ”Märket”. 

Bókin  hennar er sögð firnasterk skáldsaga um ótta, hræsni, vald og útilokun. Í ritdómnum segir m.a. að tök hennar á skáldskapnum séu óviðjafnanleg (makalaus) og sagan byltingarkennd á öllum sviðum. 

Í Merkingu segir frá samkenndarprófinu sem er til að mæla hvort fólk hafi nægan siðferðisstyrk og meðlíðan með öðrum. Standist fólk prófið býðst því að merkja sig í Kladdann og þar með er rétt siðferði tryggt og aðgengi að betri þjónustu. Svíar tengja vel við þetta: Fyrir sænskan lesanda er nærtækt að tengja við málflutning hérlendra stjórnmálamanna sem kalla nú eftir harðari refsingum og harkalegri aðgerðum í samfélaginu, segir í ritdómnum.

Að lokum kemur fram að bókin eigi brýnt erindi við samtímann: "Att kalla romanen brännande aktuell blir då nästan en underdrift."

Sjá hér.

 

 


 

Tengt efni