TENGINGAR OG PÆLINGAR - um ljóðaheim Steinunnar Sigurðardóttur
Í grein um ljóðagerð Steinunnar Sigurðardóttur segir Soffía Auður Birgisdóttir frá tengslum milli ljóðabóka skáldkonunnar í heildmynd og skoðar sérstaklega Dimmumót og þá nýjustu, Tíminn á leiðinni. Einnig rekur Soffía Auður dæmi um tengsl við skáldsögur hennar, t.d. í kvenlýsingum og nægir að nefna hina nægjusömu Systu í samnefndri bók. Soffía Auður segir þessi tengsl vera augljós og tekur skýr dæmi sem gaman er að skoða.
„Í ljóðabókinni Dimmumótum (2019) orti Steinunn magnaðan ljóðabálk; tregaljóð um bráðnun Vatnajökuls með skírskotanir til heimslitakvæða fyrri alda, svo sem Völuspár. Nýja ljóðabókin er af öðru tagi en þó má sjá tengsl á milli þessa tveggja bóka, sem og reyndar einnig tengsl við fyrri ljóðabækur Steinunnar. Sá sem er vel heima í ljóðlist hennar mun hafa sérstaka ánægju af því að sjá slíkar tengingar og pæla í einkar frumlegum og skemmtilegum hugmyndaheimi og myndmáli skáldsins.“