SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 9. nóvember 2023

VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR HELDUR FYRIRLESTUR Í DAG

Í dag, 9. nóvember,  kl. 18 heldur Vilborg Davíðsdóttir fyrirlestur á vegum Vigdísarstofnunar, í Auðarsal í VERÖLD, sem hefur yfirskriftina: GARÐARÍKI, SUÐUR DNÉPURFLJÓT OG YFIR SVARTAHAF og þar segir hún frá sögusviði nýjustu skáldsögu sinnar.

 

Í kynningu segir:

Rithöfundurinn Vilborg Davíðsdóttir segir frá rannsóknum sínum á sögu Úkraínu. Sögulegar skáldsögur Vilborgar eru gott dæmi um listræna úrvinnslu á fornum menningararfi sem byggir á fjölbreytilegum heimildum og rannsóknum fræðimanna. Nýjasta bók hennar er Land næturinnar. Hún fjallar um Þorgerði Þorsteinsdóttir sem hefur lifað harm heima á Íslandi og heldur til Noregs þar sem örlögin leiða hana í faðm skinnakaupmannsins Herjólfs Eyvindarsonar. Saman halda þau til Garðaríkis, á fund væringja sem sigla suður Dnépurfljót og yfir Svartahaf með ambáttir og loðfeldi á markað í Miklagarði. Vilborg sýnir kort og myndir og segir frá ferðalagi sínu við ritun bókarinnar.

 

Tengt efni