SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir13. janúar 2024

ELDARNIR KOMNIR ÚT Á FRÖNSKU

Skáldsagan Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur kom nýverið út á frönsku í þýðingu hins afkastamikla Eric Bourys en hann er einnig þýðandi Gula kafbátsins eftir Jón Kalman Stefánsson og Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason sem jafnframt eru nýkomnar út í Frakklandi. Þessum þýðingum öllum var fagnað með upplestrum og viðtölum við höfundana og þýðandann og voru viðburðir fjölsóttir enda íslenskar bókmenntir á mikilli siglingu í Frakklandi, þökk sé frábærum þýðendum á borð við Eric Boury.

Franski titill skáldsögunnar er Éruptions, amour et autres cataclysmes en í fyrra kom bókin út á ensku með titlinum The Fires: Love & other disasters árið 2021 á rússnesku: Vúlkany, ljubovj i protjé bedstvija.

 

 

Tengt efni