SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 2. febrúar 2024

SMÍÐAR DÝRGRIPI ÚR ORÐUM - Steinunn Sig á skáld.is

Steinunn Sigurðardóttir sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2023 fyrir skáldsöguna Ból, er ein af okkar fremstu skáldkonum. Í rúma hálfa öld hefur hún skrifað og ort; smíðað dýrgripi úr orðum og tilfinningum og tekið á mikilvægum málum. Steinunn var aðeins 19 ára þegar hún sendi frá sér sitt fyrsta skáldverk, ljóðabókina Sífellur árið 1969, og enn er hún frjó og fersk og hvergi hætt. Bækur hennar skipta tugum og hafa verið þýddar á fjölda tungumála.

Steinunn hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar í gegnum árin og verið tilnefnd alls átta sinnum til bókmenntaverðlaunanna; fyrir Ból, Dimmumót, Jójó, Góða elskhugann, Sólskinshest, Hugástir, Hjartastað og Síðasta orðið. Þetta er í annað sinn sem hún fær verðlaunin en árið 1995 fékk hún þau fyrir Hjartastað. 

Hér fyror neðan má sjá lítið brot af umfjöllun um verk Steinunnar á skáld.is í gegnum árin.

Tengt efni