SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir22. október 2024

VERÐLAUNAHAFAR KYNNTIR Í KVÖLD...

 

Norðurlandaráð hefur nú breytt tilhögun á tilkynningum um vinningshafa hinna árlegu verðlauna sinna, sem veitt eru í nokkrum flokkum. Það þótti fremur vandræðalegt að láta alla tilnefnda mæta á þing Norðurlandaráðs, með tilbúnar þakkarræður, en flesta fara heim aftur með vonbrigði í farteskinu.

Núna verður haldin sérstök athöfn þar sem tilkynnt er um alla verðlaunahafa. Þessari athöfn er sjónvarpað á öllum Norðurlöndunum í kvöld. Fylgjast má með í Ríkissjónvarpinu og hefst dagskráin kl. 19:40.

Sjálf verðlaunin verða svo afhent á Þingi Norðurlandaráðs, í Reykjavík 28.-31. október.

 

Við minnum á að til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs eru af Íslands hálfu tilnefndar: Kristín Eiríksdóttir fyrir sína mögnuðu skáldsögu TÓL og Anna María Bogadóttir fyrir hina sérstæðu og fallegu bók JARÐNÆÐI, sem í tilnefningunni er flokkuð sem skáldævisaga.

Til Barna- og unglingabókmenntaverðlaunna er Hildur Knútsdóttir tilnefnd fyrir skáldsöguna HRÍM  og Tómar Zoëga og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir fyrir SKRÍMSLAVINAFÉLAGIÐ.

 

Í kynningu  á sjónvarpsútsendingunni segir:

 

Kynnir verður tónlistarmaðurinn og þáttastjórnandinn Unnsteinn Manuel Stefánsson (Retro Stefsson) og mun hann skyggnast inn í líf og störf vinningshafanna. Við fáum að kynnast því nýjasta úr heimi tónlistar, kvikmynda, bókmennta og arkitektúrs í norrænu löndunum.

Þetta verður notalegt kvöld þar sem norræn menning verður í fyrirrúmi. Þessu viltu ekki missa af!

 

Tengt efni