Magnea Þuríður Ingvarsdóttir∙ 6. febrúar 2025
SKÁLDKONA DAGSINS
Í dag er útgáfuhóf á bókinni Brimurð eftir Draumeyju Aradóttur.
Draumey er að gefa út þriðju ljóðabókina í flokknum urð. Áður komu út ,,Varurð 2022 og Einurð 2024
Í örfáum orðum um Brimurð er þetta að segja:
Ljóðin hverfast um vináttu, væntumþykju, söknuð og náttúru. Þau hverfast um það sem menn og dýr eiga sameiginlegt. Hvernig lífið gefur og hvernig lífið tekur. Um flóð, um fjöru og andartökin þar á milli. Líf sem fjarar út. Hversu gott er að eiga og hversu sárt er að missa. Ljóðin fjalla um fegurð sannrar vináttu og hvernig við hlúum að henni.
Það er gott að eiga svona ljóðabók í hillunni sinni.
Til hamingju Draumey.