VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR SLÆR Í GEGN Á SÖGULOFTINU
Vilborg Davíðsdóttir frumsýndi flutning sinn á Laxdæla sögu á Söguloftinu á Landnámssetrinu í Borgarnesi síðastliðið laugardagskvöld. Færri komumst að en vildu og að sögn viðstaddra sló sagnamennska Vilborgar í gegn. Lesa má umsögn Silju Aðalsteinsdóttur á vef Tímarits Máls og menningar / Forlagins.
Silja var gagntekin af flutningi Vilborgar og segir meðal annars:
Vilborg hefur unnið með þessa Íslendingasögu lengi og það er ekki bara að hún kunni hana, hún hefur hana algerlega á valdi sínu: getur tekið saman, stytt eftir þörfum tímans sem hún hefur og leyft svo söguefninu að opna sig eins og blóm þegar það á við.
Eins og Silja bendir á gjörþekkir Vilborg Laxdæla sögu enda sækir hún þangað upphafið að sínum vinsælu bókum um Auði djúpúðgu. Þríleikur Vilborgar samanstendur af bókunum Auður (2009), Vígroði (2012) og Blóðug jörð (2019). Síðan hefur hún gefið út tvær bækur um sonardóttur Auðar, Þorgerði Þorsteinsdóttur, Undir Yggdrasil (2020) og Land næturinnar (2023).
Næstu sögustundir Vilborgar á Sögulofti Landnámssetursins eru 15. og 16. febrúar og hér má tryggja sér miða.