Soffía Auður Birgisdóttir∙14. apríl 2025
TILNEFNT TIL BARNABÓKMENNTAVERÐLAUNA REYKJAVÍKURBORGAR
Konur og kvár uppskáru ríkulega þegar tilnefnt var til Barnabókmenntaverðlauna Reykjavíkur í dag en sjálf verðlaunin verða veitt 23. apríl, á síðasta vetrardag.
Tilnefnt er í þremur flokkum og hér fyrir neðan má sjá allar tilnefningar:
Barna- og ungmennabækur frumsamdar á íslensku
- Kasia og Magdalena eftir Hildi Knútsdóttur sem Forlagið – JPV útgáfa gefur út.
- Kóngsi geimfari eftir Laufeyju Arnardóttur sem Hugun – Lofn útgáfa gefur út. Örn Tönsberg myndlýsti.
- Mamma sandkaka eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur sem Salka gefur út.
- Vísindalæsi 5 – Kúkur, piss og prump eftir Sævar Helga Bragason sem Forlagið – JPV útgáfa gefur út. Elías Rúni myndlýsti.
- Stórkostlega sumarnámskeiðið eftir Tómas Zoëga sem Forlagið - Mál og menning gefur út. Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir myndlýsti.
Myndlýsingar í barnabókum
- Skrímslaveisla eftir Áslaugu Jónsdóttur sem Forlagið – Mál og menning gefur út. Bókina vann Áslaug í samvinnu við Kalle Güttler og Rakel Helmsdal.
- Vísindalæsi 5 – Kúkur, piss og prump eftir Elías Rúna sem Forlagið – JPV útgáfa gefur út. Höfundur textans er Sævar Helga Bragason.
- Matti og Maurún eftir Laufeyju Jónsdóttur sem Bókafélagið gefur út. Höfundur textans er Marco Mancini.
- Tumi fer til tunglsins eftir Lilju Cardew sem Bókabeitan gefur út. Höfundur textans er Jóhann G. Jóhannsson.
- Tjörnin eftir Rán Flygenring sem Angústúra gefur út.
Þýddar barna- og ungmennabækur
- Matti og Maurún eftir Marco Mancini sem Andreas Guðmundsson Gähwiller, Laufey Jónsdóttir og Marco Mancini þýddu í sameiningu og Bókafélagið gefur út. Laufey Jónsdóttir myndlýsti.
- Kynsegin eftir Maia Kobabe sem Elías Rúni og Mars Proppé þýddu og Salka gefur út.
- Ég og Milla – Allt í köku eftir Anne Sofie Hammer sem Jón St. Kristjánsson þýddi og Forlagið – Vaka-Helgafell gefur út. Sofie Lind Mesterton myndlýsti.
- Lockwood og Co. – Öskrin frá stiganum eftir Jonathan Stroud sem Sólveig Sif Hreiðarsdóttir þýddi og Kver bókaútgáfa gefur út. Alessandro „Talexi“ Taini myndlýsti.
- Risaeðlugengið – Leyndarmálið eftir Lars Mæhle sem Æsa Guðrún Bjarnadóttir og Sverrir Jakobsson þýddu og Forlagið - Mál og menning gefur út. Lars Rudebjer myndlýsti.
Dómnefnd verðlaunanna í ár skipa þau Sigrún Margrét Guðmundsdóttir (formaður, skipuð af Reykjavík bókmenntaborg UNESCO), Arngrímur Vídalín (skipaður af Rithöfundasambandi Íslands) og Bergrún Adda Pálsdóttir (skipuð af Félagi íslenskra teiknara).