SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir23. apríl 2025

DAGUR BÓKARINNAR

Dagur bókarinnar er 23. apríl en Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna átti frumkvæði að því að gera þennan dag að alþjóðadegi bóka.

Ástæðan er víst sú að 23. apríl, messa heilags Georgs, hefur um langa hríð verið dagur bókarinnar í Katalóníu og bóksalar Barcelóna jafnan gefið rós eða önnur blóm með hverri seldri bók þennan dag. Svo vill til að þessi dagur er einnig fæðingar- eða dánardagur nokkurra þekktra karlrithöfunda. Dagurinn er fæðingardagur Halldórs Laxness (f. 1902) og dánardagur Williams Shakespeare (d. 1623) og Miguel de Cervantes (d. 1616). Þekkið þið til tenginga við konur á þessum degi?

Markmið SÞ með alþjóðadegi bókarinnar er að hvetja fólk og þá einkum ungt fólk til að lesa meira og kynna sér verk þeirra fjölmörgu höfunda sem hafa auðgað líf mannkyns um aldir. 

Sumargjöfin í ár er auðvitað BÓK!

Í tilefni dagsins er bent á nýlega ritdóma á vefnum okkar.

 

Tengt efni