SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir31. ágúst 2025

MEÐAN RÓM BRENNUR - ljóð eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur

 

Í ljóðabréfi Tunglsins nr 8 (desember 2024) er m.a. að finna þetta mergjaða ljóð Sigurbjargar Þrastardóttur. Yfirborðsmyndin er vel heppnað heimboð en skírskotunin er svo sannarlega til ástandsins í heiminum öllum. 

Birt hér í leyfisleysi.

 

MEÐAN RÓM BRENNUR

 

í þessu vel heppnaða

heimboði eru 

gleiðbrosandi kjaftaskur

með

villisvín í vélindanu

óþolinmóður hundur

 í rakri kjöltu

meðtekin manneskja

með laskaða vör í

hvítum sportsokkum

gestgjafi sem 

talar bara með tussunni

alvitur sögumaður í röndóttri skyrtu

og Luciano

að syngja bakvið pottaplöntu

 

(Tunglið forlag)

 

 

Tengt efni