Steinunn Inga Óttarsdóttir∙20. september 2025
VIGDÍS GRÍMS ER STJARNAN Í 3. HEFTI TMM
Þriðja hefti TMM 2025 hefur nú borist dyggum áskrifendum og er einnig selt í öllum almennilegum bókabúðum.
Heftið er allt helgað hinni ástsælu Vigdísi Grímsdóttur vegna stórafmælis hennar fyrir rúmum tveimur árum. Efnið er unnið í samstarfi við þær Kristínu Ómarsdóttur og Guðrúnu Steinþórsdóttur sem höfðu veg og vanda af því að safna saman og ritstýra því fjölbreytta og skemmtilega efni sem fyllir heftið að þessu sinni.
Forsíðumyndin er eftir Vigdísi sem er margt til lista lagt. Útgáfu heftisins verður fagnað í bókabúð Forlagsins að Fiskislóð, föstudaginn 26. september klukkan 16.
Öll velkomin!