Soffía Auður Birgisdóttir∙25. september 2025
SVÖVUSTUND Á BÓKASAFNI HAFNARFJARÐAR
4. október verður dagskrá til heiðurs Svövu Jakobsdóttir í Bókasafni Hafnarfjarðar, Strandgötu 1. Dagskráin er haldin í tilefni af kvennaári 2025 og er styrkt af Bókmenntasjóði.
Sjöfn Asare, bókmenntafræðingur og hluti Lestrarklefans, heldur fræðsluerindi um þennan stórmerkilega og afkastamikla rithöfund. Eftir það lesa María Thelma og Bergdís Júlía, hjá Spindrift Theatre, nokkrar smásagna Svövu.
Í framhaldinu munu gestir safnsins geta notið hljóðefnis, mynbandsupptakna og prentefni tengt Svövu, verkum hennar og afrekum.
Fyrir þá sem vilja undirbúa sig er heilmikið efni tengt Svövu Jakobsdóttur og verkum hennar hér á vefnum (sjá tengla hér fyrir neðan). Svo má lesa og endurlesa bækur hennar aftur og aftur.