Lilja Sigurðardóttir
Lilja Sigurðardóttir, glæpasagnahöfundur og leikskáld, er fædd 2. mars 1972.
Lilja er með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, einkaritarapróf frá Tile Hill College í Coventry á Englandi og BA próf í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands.
Lilja hefur starfað sem sjálfstætt starfandi sérfræðingur í menntamálum og ritstjóri fagefnis fyrir leikskóla.
Fyrsta bók Lilju, glæpasagan Spor kom út hjá Bjarti árið 2009 og í kjölfarið kom skáldsagan Fyrirgefning árið 2010. Fyrsta leikrit Lilju Stóru börnin var sviðsett af leikfélaginu Lab-Loki veturinn 2013-2014 við miklar vinsældir. Lilja hlaut Grímuna, íslensku sviðslistaverðlaunin, fyrir leikritið. Spennusagan Gildran kom út hjá Forlaginu árið 2015 og á eftir fylgdi Netið árið 2016 og Búrið árið 2017. Þessi þríleikur hefur notið alþjóðlegrar hylli með tilheyrandi útgáfu í fjölmörgum löndum og hefur kvikmyndarétturinn verið keyptur af Palomar Pictures.
Lilja er nú rithöfundur í fullu starfi og býr við Elliðavatnið ásamt konu sinni og hundi.
Ritaskrá
- 2023 Dauðadjúp sprunga
- 2022 Drepsvart hraun
- 2021 Náhvít jörð
- 2020 Blóðrauður sjór
- 2019 Helköld sól
- 2018 Svik
- 2017 Búrið
- 2016 Netið
- 2015 Gildran
- 2013 Stóru börnin (leikrit)
- 2010 Fyrirgefning
- 2009 Spor
Verðlaun og viðurkenningar
- 2023 Bæjarlistamaður Kópavogs
- 2019 Blóðdropinn fyrir Svik
- 2018 Blóðdropinn fyrir Búrið
- 2014 Gríman, íslensku sviðslistaverðlaunin fyrir Stóru börnin
Tilnefningar
- 2023 Til Blóðdropans fyrir Drepsvart hraun
- 2022 Til Blóðdropans fyrir Náhvít jörð
- 2018 Til CWA International Dagger fyrir Gildruna
- 2017 Til Blóðdropans fyrir Netið
Þýðingar
- 2022 Betrug (Betty Wahl þýddi á þýsku)
- 2021 Cold as hell (Quentin Bates þýddi á ensku)
- 2021 Zdrada (Jacek Godek þýddi á pólsku)
- 2021 Der käfig (Anika Lüders-Wolff þýddi á þýsku)
- 2021 Fällan (Sara Lindberg Gombrii þýddi á sænsku)
- 2021 Capcana (Liviu Szoke þýddi á rúmensku)
- 2020 Betrayal (Quentin Bates þýddi á ensku)
- 2020 Laţul ((Liviu Szoke þýddi á rúmensku)
- 2020 Das netz (Anika Lüders-Wolff þýddi á þýsku)
- 2020 Buret (Nanna Kalkar þýddi á dönsku)
- 2020 Die Schlinge (Tina Flecken þýddi á þýsku)
- 2020 Tsughak (Aleksandr Aghebekyan þýddi á armensku)
- 2019 Klatka (Jacek Godek þýddi á pólsku)
- 2019 Snaren (Nanna Kalkar þýddi á dönsku)
- 2019 Sieć (Jacek Godek þýddi á pólsku)
- 2019 La cage (Jean-Christophe Salaün þýddi á frönsku)
- 2019 Cage (Quentin Bates þýddi á ensku)
- 2018 Fælden (Nanna Kalkar þýddi á dönsku)
- 2018 Le filet (Jean-Christophe Salaün þýddi á frönsku)
- 2018 Trap (Quentin Bates þýddi á ensku)
- 2018 Pulapka (Jacek Godek þýddi á pólsku)
- 2017 Piégée (Jean-Christophe Salaün þýddi á frönsku)
- 2027 V pasti (Lucie Korecka þýddi á tékknesku)
- 2017 Snare (Quentin Bates þýddi á ensku)
- 2016 Fanget (Toni Mykelbost þýddi á norsku)