SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ragnheiður Lárusdóttir

Ragnheiður Lárusdóttir er fædd I Reykjavík árið 1961.

Sem barn bjó hún með fjölskyldu sinni í Önundarfirði þar sem faðir hennar var prestur og móðirin hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni á Flateyri. Hún hefur búið í Reykjavík öll fullorðinsárin utan tveggja ára í Kaupmannahöfn.

Ragnheiður hefur skrifað ljóð frá því að hún lærði að skrifa. Skúffurnar eru fullar af handritum sem höfundur hefur ekki leyft að líta dagsins ljós. Hún hefur stundum birt ljóð í blöðum og tímaritum, svo sem Lesbók Morgunblaðsins og hjá Lestrarklefanum að ógleymdri Facebook. 

Ragnheiður er íslenskufræðingur, söngkennari og með masterspróf í listkennslufræði, er menntaskólakennari að atvinnu og hefur kennt íslensku, tjáningu og menningarlæsi í yfir 20 ár. Auk þess að vera kennari, söngkona og skáld er hún svo heppin að vera mamma þriggja fullorðinna barna.

Ragnheiður hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2020 fyrir ljóðabókina 1900 og eitthvað.


Ritaskrá

  • 2024  Veður í æðum
  • 2022  Kona / Spendýr
  • 2021  Glerflísakliður
  • 2020  1900 og eitthvað

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2020 Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir 1900 og eitthvað

 

Tilnefningar

  • 2021 Til Maístjörnunnar fyrir 1900 og eitthvað

 

Tengt efni