SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir15. nóvember 2022

EDEN EFTIR AUÐI ÖVU KOMIN ÚT

Auður Ava Ólafsdóttir sendi nýverið frá sér sína áttundu skáldsögu, Eden. Í kynningu útgefenda segir:

 

 

Málvísindakona, sérfræðingur í fámennistungumálum, ákveður að breyta landi þar sem ekkert grær í Edenslund. Hjá íbúum í nálægu þorpi kviknar óvæntur áhugi á málvísindum. Á fjörur söguhetju rekur handrit að ljóðabók fyrrverandi nemanda hennar sem fjallar um ást ungs karlmanns á eldri konu. Eden fjallar um mátt orðsins og ábyrgðina sem við berum.

 

 

Auður Ava er margverðlaunuð, heima og erlendis og mikil tilhlökkun að fá frá henni nýja bók.

Hér á Skáld.is má lesa ritdóma um bækur Auðar og ýmsar fréttir sem henni tengjast, sjá tengt efni hér fyrir neðan.

Tengt efni