SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 6. september 2023

EDEN EFTIR AUÐI ÖVU KOMIN ÚT Á FRÖNSKU

Skáldsaga Auðar Övu Ólafsdóttur, Eden, er nýkomin út á frönsku í þýðingu Erics Boury, sem er einn ötulasti þýðandi íslenskra bókmennta á frönsku.

 

Eden kom út í fyrra (2022) og hlaut afar góðar viðtökur og tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Frakkar hafa tekið verkum Auðar Öva sérlega vel og hefur hún fengið fjölda franskra bókmenntaverðlauna, sem og frönsku orðuna Officier de l’Ordre des Arts et des Lettres sem hún hlaut snemma á þessu ári. Skáldsögur hennar, Afleggjarinn (2007) og Ungfrú Íslands (2018) hlutu hvor um sig tvenn bókmenntaverðlaun í Frakklandi.

Í kynningu útgefanda á Eden sagði:

 

Málvísindakona, sérfræðingur í fámennistungumálum, ákveður að breyta landi þar sem ekkert grær í Edenslund. Hjá íbúum í nálægu þorpi kviknar óvæntur áhugi á málvísindum. Á fjörur söguhetju rekur handrit að ljóðabók fyrrverandi nemanda hennar sem fjallar um ást ungs karlmanns á eldri konu. Eden fjallar um mátt orðsins og ábyrgðina sem við berum.

 

Tengt efni