ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNUNUM ÚTHLUTAÐ FYRST 1989
Í lok þessa mánuðar kemur í ljós hver hreppir íslensku bókmenntaverðlaunin 2023 en þau voru fyrst veitt 1989.
Ekki hefur það verið auðvelt hlutverk að sitja í fyrstu úthlutunarnefnd íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þá var úr 10 bókum af ýmsum toga að velja en verðlaununum var síðan skipt upp í tvo flokka ári síðar: fagurbókmenntir annars vegar (heitir skáldverk frá 2020) og fræðibækur og rit almenns eðlis hinsvegar. Árið 2013 bættust barna- og ungmennabækur við og glæpasögur 2023.
Við fyrstu úthlutun komu til álita eftirtaldar bækur, fjórar eftir karla, sex eftir konur.
Ásgeir Blöndal Magnússon: Íslensk orðsifjabók
Einar Heimisson: Götuvísa gyðingsins
Einar Kárason: Fyrirheitna landið
Elín Pálmadóttir: Fransí biskví
Ingibjörg Haraldsdóttir: Nú eru aðrir tímar
Stefán Hörður Grímsson: Yfir heiðan morgun
Svava Jakobsdóttir: Undir eldfjalli
Thor Vilhjálmsson: Náttvíg
Vigdís Grímsdóttir: Ég heiti Ísbjörg - ég er ljón
Þórunn Valdimarsdóttir: Snorri á Húsafelli
Verðlaunin hreppti Stefán Hörður Grímsson fyrir ljóðabókina Yfir heiðan morgun : ljóð '87-'89.
Mynd af vef RSÍ