Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙ 1. maí 2025
ÞRJÁR KONUR TILNEFNDAR TIL MAÍSTJÖRNUNNAR
Í gær lágu fyrir tilnefningar til ljóðaverðlaunanna Maístjörnunnar 2025 en að verðlaununum standa Rithöfundasambandið og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Þetta eru einu íslensku verðlaunin sem horfa einungis til útgefinna, íslenskra ljóðabóka og gjaldgengar eru allar þær sem skilað var í fyrra til Landsbókasafnsins.
Samtals voru tilnefndar sex bækur til verðlaunanna og eru þrjár eftir konur:
- Flaumgosar eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur
- Ógeðslegir hlutir eftir Sunnevu Kristínu Sigurðardóttur
- Aðlögun eftir Þórdísi Gísladóttur
Þá voru þrjár ljóðbækur eftir menn tilefndar: Ég hugsa mig eftir Anton Helga Jónsson, Geðhrærivélar eftir Árna Larsson og Þar sem dragsúgurinn er hvítur refur eftir Eyþór Arnarson.
Í dómnefnd sátu Sölvi Björn Sigurðsson, fyrir hönd Rithöfundasambands Íslands, og Kamilla Einarsdóttir, fyrir hönd Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.