SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir18. mars 2025

ÁLFRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR

 

Í dag er afmælisdagur Álfrúnar Gunnlaugsdóttur rithöfundar, bókmenntafræðings og háskólakennara en hún var fædd 18. mars 1938. Álfrún lést 15. september 2021.

Álfrún telst til merkustu íslensku rithöfunda okkar tíma. Hún sendi frá sér átta skáldverk, auk fræðibóka og greina.

Árið 2010 gaf Háskólaútgáfan bókin RÚNIR: Greinasafn um skáldskap og fræðastörf Álfrúnar Gunnlaugsdóttur en þar eru birtar ellefu fræðigreinar um verk Álfrúnar, auk ritaskrár hennar. Í bókinni eru greinar eftir Guðna Elísson, Dagnýju Kristjánsdóttur, Bergljótu Soffíu Kristjánsdóttur, Ástráð Eysteinsson, Ásdísi Egilsdóttur, Gottskálk Jensson, Gauta Kristmundsson, Gunnþórunni Guðmundsdóttur, Úlfhildi Dagnsdóttur og Soffíu Auði Birgisdóttur. Guðni Elísson er ritstjóri bókarinnar.

Hér á vefnum má lesa nokkra ritdóma og greinar um skáldskap Álfrúnar Gunnlaugsdóttur.

 

 

Tengt efni