Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙16. desember 2024
MÉR GEKK ALDREI VEL AÐ SKRIFA: SKÁLDKONUR Á SAMSTÖÐINNI
Á Samstöðinni má finna talsvert af bókmenntalegri umfjöllun og spjall við ýmsar skáldkonur. Á skjánum hafa t.d. birst Kristín Ómarsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Þórdís Gísladóttir og fleiri flottar skáldkonur. Þá er vert að nefna að einn af spyrlum Samstöðvarinnar er Oddný Eir Ævarsdóttir.
Í gær var mjög ítarlegt og áhugavert viðtal við Lindu Vilhjálmsdóttur þar sem hún ræðir um ljóðlist, kynjamismun í heimi skáldskaparins, markaðshyggju, bernskuna og alkóhólisma svo að fátt eitt sé nefnt. Það er vel óhætt að mæla með þessu góða efni.