LESUM LJÓÐ, LESUM LJÓÐ!
Það er staðreynd að ljóðið hefur verið í stórsókn á Íslandi undanfarin ár en það er einnig staðreynd að ljóðabækur verða alltaf undir þegar kemur að bókmenntaumfjöllunum fjölmiðla og tilnefningum til bókmenntaveðlauna.
Ekki færri en 23 ljóðabækur eftir konur komu út á Íslandi árið 2022 og vafalaust eru þær fleiri því ekki rata allar útgefnar bækur í Bókatíðindin.
Skáld.is hvetur bókaunnendur til að kynna sér nýjar ljóðabækur núna í byrjun nýs árs því fátt er notalegra en að lesa ljóð í hlýjum húsi þegar myrkur og kuldi ríkja utandyra.
Fáeinir ritdómar um nýjar ljóðabækur hafa birst á Skáld.is, um Stórsæ stjarnfræðileg fyrirbæri - og önnur málefni hjartans eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur, um Kona / Spendýr eftir Ragnheiði Lárusdóttur, um humm eftir Lindu Vilhjálmsdóttur, um Mamma þarf að sofa eftir Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur, um Ég er nú bara kona eftir Emblu Rún Hakadóttur, um Eftirvæntingu eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur og Þóru Hjörleifsdóttur, sem og um Ísland pólerað eftir Ewu Marcinek sem geymir bæði ljóð og lausamál.
Hér er listi yfir þær ljóðabækur eftir konur sem okkur er kunnugt um að komu út 2022:
Á næstu vikum mun Skáld.is reyna eftir bestu getu að skrifa fleiri ritdóma um áhugaverðar nýjar ljóðabækur eftir konur en þar eru margar perlur sem vonandi eiga eftir að rata til ljóðelskra lesenda sem fyrst.