SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir17. apríl 2023

SKÁLDKONUR Á BÓKMENNTAHÁTÍÐ

Það líður að Bókmenntahátíð í Reykjavík en hún verður sett miðvikudaginn 19. apríl og stendur til 23. apríl, sem er alþjóðlegur dagur bókarinnar og fæðingardagur Halldórs Laxness.

Í ár er bókmenntahátíðin haldin í 16. skiptið en hún var fyrst haldin árið 1985. Það verða fjölbreyttir viðburðir í boði og tekur fjöldi skáldkvenna þátt, bæði íslenskar og erlendar. Á svæðið mæta Benný Sif Ísleifsdóttir, Eva Björg Ægisdóttir, Ewa Marcinek, Hildur Knútsdóttir, Júlía Margrét EinarsdóttirKristín Eiríksdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir og Natasha S

Á meðal erlendra gesta eru metsöluhöfundur skvísubókmennta, Jenny Colgan, en 12 af bókum hennar hafa komið út í íslenskri þýðingu, Mariana Enriquez sem þykir ein mest spennandi röddin í rómönsk-amerískum bókmenntum, norski rithöfundurinn Vigdis Hjorth sem sendi frá sér afar umdeilt verk þar sem mörkin milli raunveruleika og skáldskapar eru útmáð, ástralska skáldkonan Hannah Kent sem dvaldi á íslandi á unglingsárum og sendi frá sér sögulegu skáldsöguna Náðarstund, Kirsten Hammann sem hefur tvisvar verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, og hefur áður heimsótt bókmenntahátíðina, Dina Nayeri sem er íranskur höfundur og einna þekktust fyrir bók sem hún byggir á eigin reynslu af því að vera flóttakona, Åsne Seierstad sem er norsk blaðakona og rithöfundur og einna þekktust fyrir metsölubókina Bóksalinn í Kabúl og stjórnmálaprófessorinn Lea Ypi sem er fædd og uppalin í Albaníu og hefur lýst ástandinu sem þar var, bæði á meðan kommúnisminn var við lýði og eftir hrun hans.

Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu hennar