SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir16. júlí 2024

FJÓRÐA TÖLUBLAÐ STELKS KOMIÐ ÚT

 

STELKUR er smásagnatímarit sem gefið er út á vefnum í samstarfi við Reykjavík - Bókmenntaborg UNESCO. Ritstjórar tímaritsins eru Kári Tulinius og Þórdís Helgadóttir.

Nýverið birtist fjórða hefti STELKS og í því má finna fjórar smásögur eftir þau Kristínu Ómarsdóttur, Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur, Evu Rún Snorradóttur og Lomma. Í fyrri heftum má finna sögur eftir Þórdísi Þúfu Björnsdóttur, Védísi Evu Guðmundsdóttur, Hall Þór Halldórsson, Ísak Regal, Gerði Kristnýju, Jakub Stachowiak, Braga Ólafsson, Kára Tulinius, Steinunni G. Helgadóttur, Ármann Jakobsson, Þórdísi Helgadóttur og Arndísi Þórarinsdóttur.

Við fögnum þessu framtaki sem er ein enn sönnun þess að íslenska smásagan er í sókn og í STELK er hægt að fylgjast með nýjustu vendingum á sviði smásagnagerðar.

Hér er hlekkur á tímaritið STELK.

Myndin af Stelknum sem tímaritið notar sem lógó er úr safni fuglamynda Benedikts Gröndals.

Tengt efni