SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 6. ágúst 2025

LJÓÐ FYRIR FRIÐ OG HÝRIR HÚSLESTRAR

Óhætt er að segja að ljóðið dafni vel þessa vikuna! Í kvöld verða flutt Ljóð fyrir frið í Hljómskálanum á undan kertafleytingunni, frá 21-22:15.

Skáldin sem koma fram eru:

Anton Helgi Jónsson
Eygló Jónsdóttir
Eyrún Ósk Jónsdóttir
Sunna Dís Másdóttir
Sigurður Skúlason
Soffía Bjarnadóttir
Valdimar Tómasson

 

 

Á morgun verður síðan boðið upp á Hýra húslestra í Iðnó, frá kl. 17:30-19:30. Þar stíga skáld af ýmsum kynjum á stokk, lesa úr útgefnum og óútgefnum verkum og skemmta áhorfendum með textum af ýmsu tagi.

Einnig verða tilkynnt úrslit úr hinni æsispennandi ljóðasamkeppni Hinsegin daga 2025 en kynnir verður Bergrún Íris Sævarsdóttir

 

Skáldin sem koma fram eru:

Halla Þórlaug Óskarsdóttir
Eva Rún Snorradóttir
Esjar Eiríkur Didziokas
Elías Knörr
Harpa Rún Kristjánsdóttir
Sindri Sparkle
Kristín Ómars
Ásdís Óladóttir
Steindór Ívarsson

 

Tengt efni