FJÖLDI KVENNA HLAUT VERÐLAUN BÓKSALA OG TVÆR ERU TILNEFNDAR TIL ÞÝÐINGARVERÐLAUNANNA
Í Kilju gærkvöldsins var tilkynnt hvaða bækur frá árinu hlutu náð fyrir augum bóksala og sömuleiðis voru tíundaðir þýðendur sem eru tilefndir til Íslensku þýðingaverðlaunanna árið 2022. Fjöldi kvenna hlaut Verðlaun bóksala og tvær konur eru tilnefndar til þýðingaverðlaunanna.
Verðlaun bóksala
- Í flokki skáldverka
- Fyrsta sæti: Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttur
- Annað sæti: Játning eftir Ólaf Jóhann Ólafsson
- Þriðja sæti: Saknaðarilmur eftir Elísabet Jökulsdóttur
- Í flokki þýddra skáldverka
- Fyrsta sæti: Sjö eiginmenn Evelyn Hugo eftir Taylor Jenkins Reid í þýðingu Sunnu Dísar Másdóttur
- Annað sæti: Þessu lýkur hér eftir Colleen Hoover í þýðingu Birgittu Elínar Hassel og Mörtu Hlínar Magnadóttur
- Þriðja sæti: Staðurinn eftir Annie Ernaux í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur
- Í flokki ljóðabóka
- Fyrsta sæti: Allt sem rennur eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur
- Annað sæti: Máltaka á stríðstímum eftir Natasha S.
- Þriðja sæti: Urta eftir Gerði Kristnýju
- Í flokki íslenskra barna- og ungmennabóka
- Fyrsta sæti: Dulstafir: Bronsharpan eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur
- Annað sæti: Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur
- Þriðja sæti: Bannað að ljúga eftir Gunnar Helgason
- Í flokki þýddra barna- og ungmennabóka
- Fyrsta sæti: Amma glæpon enn á ferð eftir David Williams í þýðingu Guðna Kolbeinssonar
- Annað sæti: Júlían er Hafmeyja eftir Jessica Love í þýðingu Ragnhildar Guðmundsdóttur
- Þriðja sæti: Skandar og einhyrningaþjófurinn eftir A.F. Steadman í þýðingu Ingunnar Snædal
- Í flokki fræðibóka, handbóka og ævisagna
- Fyrsta sæti: Keltar - Áhrif á íslenska tungu og menningu eftir Þorvald Friðriksson
- Annað sæti: Farsótt eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur
- Þriðja sæti: nýyrði Jónasar Hallgrímssonar eftir Önnu Sigríði Þráinsdóttur og í myndskreytingu Elínar Elísabetar Einarsdóttur
- Besta bókakápa ársins
Emelía Ragnarsdóttir fyrir hönnun á bókinni Ljósagangur eftir Dag Hjartarson
Tilnefndir þýðendur
* Silja Aðalsteinsdóttir fyrir þýðingu sína Aðgát og örlyndi eftir Jane Austen. Mál og menning gefur út.
* Soffía Auður Birgisdóttir fyrir þýðingu sína Útlínur liðins tíma eftir Virginia Woolf. Una útgáfuhús gefur út.
* Árni Óskarsson fyrir þýðingu sína Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir Olga Tokarczuk. Bjartur gefur út.
* Friðrik Rafnsson fyrir þýðingu sína Svikin við erfðaskrárnar: Ritgerð í níu hlutum eftir Milan Kundera. Ugla gefur út.
* Heimir Pálsson fyrir þýðingu sína Norrlands Akvavit eftir Torgny Lindgren. Ugla gefur út.
* Jón St. Kristjánsson fyrir þýðingu sína Uppskrift að klikkun eftir Dita Zipfel. Angústúra gefur út.
* Pétur Gunnarsson fyrir þýðingu sína Játningar eftir Jean-Jacques Rousseau. Mál og menning gefur út.