BARÁTTULJÓÐ Á ALÞJÓÐLEGUM BARÁTTUDEGI KVENNA
Í dag er 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og af því tilefni hvetur Skáld.is konur til að lesa baráttuljóð eftir íslenskar konur - en í gegnum ár og aldir hafa konur notað ljóðlistina til að vekja athygli á stöðu kvenna og berjast fyrir jafnrétti.
Flest kvenkyns ljóðskáld yrka um stöðu kvenna á einn eða annan hátt og við skorum á lesendur að prófa að blaða í ljóðabókum kvenna í dag og sjá hvort þið finnið ekki einhver flott baráttuljóð. Kvennabarátta er reyndar mjög áberandi í ljóðagerð kvenna í dag, sem og tengsl við formæðurnar og þeirra baráttu. Nefna má nýlegar bækur eftir Lindu Vilhjálmsdóttur (smáa letrið og humm), Ragnheiði Lárusdóttur (Kona / Spendýr), Jónu Guðbjörgu Torfadóttur (Metsölubókin: Broddar), að ógleymdum flestum ljóðabókum Gerðar Kristnýjar - og margar, margar fleiri mætti nefna.
Hér fyrir neðan eru tekin saman nokkur ný og gömul ljóð sem er tilvalið að lesa upphátt fyrir fjölskylduna, vinkonur og vini í dag.
Fyrsta ljóðið er eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur og fjallar um hið góða stöff í heilum kvenna:
Betra stöffEitt karlmannsrif er ekki gott stöff í heila konu.Eftir að Guð skapaði konuna beintvarð hún betri.Síðan er ekkert fall tilbara sakleysiþrátt fyrir hættulegan heilann.
Heimilisverkin eru konum drjúgt yrkisefni en Þórdís Richardsdóttir snýr skemmilega upp á það þema í eftirfarandi ljóði.
ÆvintýramórallFyrir handan fjöllin sjö
búa dvergarnir sjö
bíða þín Mjallhvít
með sjö gráðuga munna
sjöfaldar kvartanir
ný gólf til að skúra
Er ekki betra
að láta skera úr sér hjartað
en grafa sig lifandi
bíðandi
eftir einhverjum kóngsyni
sem hefur líf þitt
í hendi sér uppfrá því
lifa hamingjusöm uppfrá því
í glerkistu
sofandi
svefni vanans
Reyndu heldur
reyndu heldur
reyndu heldur við
veiðimanninn
Eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur er hér ljóð sem lýsir "þriðju vaktinni" sem flestar konur kannast við:
Morgunsöngur útivinnandi húsmóður (Gömul tugga)
Klukkan fimm:Hann þar að vera kominn út á flugvöll fyrir sexréttir honum skyrturéttir honum sokkaréttir honumréttirviltu ekki húfu það getur verið kalt í Stokkhólmiviltu ekki hanska stundum getur verið hráslagalegt í Kaupmannahöfnviltu ekki fara í frakkannviltu ekkiviltugleymdu ekki skilríkjumgleymdu ekki handtöskunnigleymdu ekkigleymduKlukkan sjö:Strákurinn þarf að vaknataktu lýsiðborðaðu grautinn þinngreiddu á þér lubbannláttu ofan í töskunavertu nú ekki of seinn í skólannvertu nú ekkivertu núvertuKlukkan átta:Þá er að koma barninu í leikskólanneina skeið svo barnið verði stórteina skeið fyrir ömmu sínaeina skeið fyrir mömmueina skeiðeinaKlukkan níu:Hún á sjálf að vera komin í vinnunamissir af strætómissir afmissirVerslunarstjórinn hneykslaður:Þetta kvenfólkþað hefur ekkert tímaskynþað hefur ekkertEKKERT
Konur hafa ekkert tímaskyn, ályktar verslunarstjórinn hneykslaður og öðrum körlum finnast konur ekki eiga erindi inn á fundi þar sem þeir ráða ráðum sínum – og okkar... Um það yrkir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir:
FóbíaFullveðja konaknýr á dyrnarfýsir inngöngutil fundar við menn.Um lokaða gáttberst lávær kliður.Fastar hún knýren fær ekkert svar.
Karlarnir vilja konur kannski ekki inn á sína fundi, en hvað gerist ekki að fundi loknum? Því lýsir Ingibjörg Haraldsdóttir í þekktu ljóði:
Kona
Þegar allt hefur verið sagt
þegar vandamál heimsins eru
vegin metin og útkljáð
þegar augu hafa mæst
og hendur verið þrýstar
í alvöru augnabliksins
- kemur alltaf einhver kona
að taka af borðinu
sópa gólfið og opna gluggana
til að hleypa vindlareyknum út.
Það bregst ekki.
Ingibjörg yrkir líka um móðurhlutverkið og þá togstreitu sem af því getur skapast, í ljóðinu „Barn á brjósti“.
Barn á brjóstiÉg dái konursem halda vígreifarútá hála brautinahorfa framí tíðina– aldrei um öxlog þola ekki seinagangsamtíðarinnarÞannig hugsa égog Rósa Lúxembúrgstarir á mig af veggnumþrjósk stolt og viturmeðan dóttir mín drekkurhugsanir mínarmeð móðurmjólkinni
Í þessu ljóði dáist Ingibjörg Haraldsdóttir að baráttukonum og minnist pólsku uppreisnarkonunnar Rósu Lúxembúrg sem þurfti að gjalda fyrir baráttu sína með lífinu. Baráttan fyrir réttindum kvenna hefur vissulega kostað líf og enn er konur að færa slíkar fórnir, í löndum okkur fjær. Konur í lýðræðissamfélögum Vesturlanda þurfa sem betur fer ekki að fórna lífi sínu og limum fyrir réttindabaráttu. Fórnir í þágu barna og heimilisins þekkja flestar konur og um það yrkir ungt ljóðskáld, Kristín Svava Tómasdóttir, fædd árið 1985, sem yrkir til mömmu sinnar, ljóðið heitir „Mamma guð“.
Mamma guðfýkur yfir hæðir og frostkaldan melog ég ráfa yfir Tjarnarbrúna með rauðvínsflösku í annarriog sjálfseyðingarhvötina í augunummóðurástin lætur skína í tennurnar á hælunum á mérþú fórnaðir sjálfstæði þínu fyrir okkurnú fórnum við þér fyrir sjálfstæði okkarþú kemur alltaf út í mínusnema í vögguljóðum manna sem aldrei þurftu að fórna sérsem aldrei brostu í gegnum blóðugan kjaftinn eftir að hafafengið einn barbíbíl á‘annjólasveinninn ekki til og þú ekki almáttug og sjokkið maðursjokkið að sjá þig gráta eftir heilan dag af öskrum og yfirgangiskælandi eins og niðurbrotinn brúðusmiður með sverð eiginsköpunarverks á milli rifjannavið krossfestum þig sem kjaftæðið sjálfttakk fyrir komuna en nú erum við kúlörlög þín martröð okkar óumflýjanlegu endalok og viðberjum höfðinu í vegginnfastkallaðu á mig mamma afneitaði guðþegar þú finnur líkamsdauðann nálgastog ég skal setja í þvottavél þér til heiðursdrifhvít lökog einn rauðan sokk
„Við krossfestum þig sem kjaftæðið sjálft“ yrkir unga konan til móður sinnar og kannski þurfa allar konur að afneita móður sinni á leið til sjálfstæðis.
En flestir hafa búið í líkama móður sinnar og ættu að hafa það hugfast. Um það yrki Ragnheiður Lárusdóttur:
Konaþrífur glugga utan og innanþurrkar af öllu innanstokksskúrar gólfgerir baðherbergi hreinskeinir börn og baðarhorfir á líkama sinn í speglilíkama sem hefurborið alla fjölskyldu hennarallir hafa verið í líkama hennarallir
Jóna Guðbjörg Torfadóttir veltir ímynd fjallkonunnar fyrir sér í eftirfarandi ljóði:
FjallkonanKonan sú er hylltá ári hverjulandið kvengert,fjallið, mosinn, moldinfagurlimuð í faldbúningiFrést hefur af fjallkonunnimeð hennaljóst hárí háhæluðum skómog eldrauðar varir sem bærastlíkt og auðsveip lognmollaí húsasundiKæra fjallkonaNú er tímabærtað losa um stokkabeltiðafklæðast skautbúningnum.Nú blása um þig vindar!Nú er tímabært að gjósa!
Að lokum er hér klassísk baráttuljóð eftir Sigríði Einars frá Munaðarnesi, sem fædd var árið 1893. Ljóðið dregur upp mynd af samtakamætti kvenna og hverju sívaxandi þungi kvennabaráttunnar fær áorkað:
Um þjóðveginn
Um þjóðveginn fórufáeinar konur
sem veltu úr grýttum
vegi steinum.Um þjóðveginn fóru
fleiri konur,
sem fundu gimsteinagrafna í sandinn.Og fjöldi kvennafór um veginn,
þá fleygðu ambáttir
fjötrum og tötrum.Þúsundir kvenna
um þjóðveginn fóru,
sem lögðu hornsteina
að háum sölum.Þær lögðu hornsteina
að hælum, skólum,
ruddu brautir
og björgum lyftu.Nú mynda fylkingu
milljónir kvenna
um alla þjóðvegi
allra landaí baráttu fyrir
frelsi, réttlæti,
friði og samúð
í fegurri heimi.